Instagram: Íslendingar fara ekki úr sundfötunum

Það var svo mikið um að vera á Instagram í …
Það var svo mikið um að vera á Instagram í vikunni! Samsett mynd

Vikan á Instagram var mjög lífleg og allir tóku sólinni fagnandi.

Sunneva Eir og Saga Garðarsdóttir hafa þó varið síðustu dögum á sólarströndum erlendis og birtu því ótal sundfatamyndir af því tilefni. Jazzsöngkonan Laufey Lín prýddi forsíðu ameríska tískutímaritsins Elle og deildi nokkrum myndum úr myndaþættinum á samfélagsmiðlinum.

Í Elle!

Tónlistarkonan Laufey Lín Bing Jónsdóttir var í viðtali í tímaritinu Elle USA.

View this post on Instagram

A post shared by ELLE Magazine (@elleusa)

Sjóðheit í galleríi!

Athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir var stödd á Diplomat Art Gallery í Sofíu, Búlgaríu.

Fyrir norðan!

Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálsson eða Gummi kíró var fyrir norðan, á Sauðárkróki, um helgina og mætti þar á körfuboltaleik sonar síns sem leikur fyrir Stjörnuna.

Sumarnætur!

Áhrifavaldurinn Magnea Björg Jónsdóttir spókaði sig um í miðbæ Reykjavíkur í sumardressi.

Í hvatningsliðinu!

Hlaupadrottningin Mari Jaersk hvatti hlaupafélaga sína áfram um helgina í Akrafjall Ultra hlaupinu. Sjálf tók hún ekki þátt enda nýbúin að hlaupa 280 kílómetra í Bakgarðshlaupinu.

Sæt í bleiku!

Hlaðvarpsstjórnandinn Sunneva Einarsdóttir nýtur lífsins á Algarve, Portúgal, um þessar mundir ásamt unnusta sínum Benedikt Bjarnasyni.

Barnapössun!

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir naut sólarinnar með bróðurdóttur sinni um helgina.

Gullið heim!

Dansararnir Hanna Rún Bazev Óladóttir og Nikita Bazev hrepptu gull á Valencia Dance Festival á Spán um helgina. 

Gæsuð í bleiku!

Förðunarfræðingurinn og samfélagsmiðlastjórinn Alexandra Sif Nikulásdóttir var gæsuð í stuttum bleikum kjól og bleikum loðstígvélum. Hún virtist hafa skemmt sér vel enda var veðrið upp á tíu.

Konan í Cannes!

Leikkonan og grínistinn Saga Garðarsdóttir nýtur sín í Cannes í Frakklandi. Hún er þar á kvikmyndahátíðinni frægu til að kynna kvikmyndina Ástin sem eftir er sem hún leikur aðalhlutverk í. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda