Íslenskar stjörnur flykkjast til Japan með Höllu T

Halla Tómasdóttir verður sérstakur heiðursgestur en þau Björn Skúlason halda …
Halla Tómasdóttir verður sérstakur heiðursgestur en þau Björn Skúlason halda saman til Japans. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Á heimssýningunni í Osaka, Japan, 29. maí verður íslenska þjóðardeginum fagnað í Norræna skálanum með stórfenglegri dagskrá. Yfirskrift dagsins er: Friður og jafnrétti og verður forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, sérstakur heiðursgestur. Þau Björn Skúlason munu bæði ferðast utan til að vera viðstödd sýninguna. 

Forsetahjónin verða í Japan dagana 26. maí-1. júní en sýningin opnaði í apríl og stendur fram í október.

Í tilkynningu á vef forsetaembættisins segir að Ísland taki þátt í samnorrænum sýningarskála ásamt hinum Norðurlöndunum; Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð.

Á íslenska þjóðardeginum verður veitt innsýn í íslenska menningu í gegnum fræðandi samtöl, tónlist, bókmenntir og hönnun. 

Inni í Norræna skálanum í Osaka, Japan.
Inni í Norræna skálanum í Osaka, Japan. Ljósmynd/Pavilion pictures
Þeir listamenn sem munu koma fram á íslenska þjóðardeginum 29. …
Þeir listamenn sem munu koma fram á íslenska þjóðardeginum 29. maí. Ljósmynd/Aðsend

„Meðal þeirra sem koma fram er tónlistarfólkið Ásgeir, JFDR og Gabríel Ólafs, rithöfundurinn Rán Flygenring sem mun kynna bók sína Vigdísi, bókin um fyrsta konuforsetann sem nýverið kom út á japönsku og hönnuðirnir Flétta og Ýrúrarí sem bjóða gestum upp á verðlaunapítsurnar sínar unnar úr ullarafgöngum,“ segir Álfrún Pálsdóttir, fagstjóri almennatengsla hjá Íslandsstofu.

Norræni skálinn er allur hinn glæsilegasti eins og gefur að líta á meðfylgjandi myndum.

Norræni skálinn í Osaka.
Norræni skálinn í Osaka. Ljósmynd/Pavilion pictures
Skemmtileg smáatriði utan á skálanum sem verða eins og glitrandi …
Skemmtileg smáatriði utan á skálanum sem verða eins og glitrandi stjörnur. Ljósmynd/Pavilion pictures
Eitt af rýmum skálans.
Eitt af rýmum skálans. Ljósmynd/Pavilion pictures
Á ís­lenska þjóðar­deg­in­um verður veitt inn­sýn í ís­lenska menn­ingu í …
Á ís­lenska þjóðar­deg­in­um verður veitt inn­sýn í ís­lenska menn­ingu í gegn­um fræðandi sam­töl, tónlist, bók­mennt­ir og hönn­un. Ljósmynd/Pavilion pictures
Aðalsalurinn er eins og hvelfing.
Aðalsalurinn er eins og hvelfing. Ljósmynd/Pavilion pictures
Stiginn niður á fyrstu hæð.
Stiginn niður á fyrstu hæð. Ljósmynd/Pavilion pictures
Gæti verið gangur í heilsulind og herbergin sánaklefar.
Gæti verið gangur í heilsulind og herbergin sánaklefar. Ljósmynd/Pavilion pictures
Útisvæðið við skálann.
Útisvæðið við skálann. Ljósmynd/Pavilion pictures
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda