Það var heldur betur nóg um að vera á Instagram í liðinni viku.
Leikaraparið Vala Kristín Eiríksdóttir og Hilmir Snær Guðnason tók á móti dóttur sinni á meðan ferðabloggarinn Ása Steinars og afrekskonan Katrín Tanja Davíðsdóttir deildu myndum af stækkandi óléttukúlum sínum.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Sunneva Eir Einarsdóttir voru sætar í sumarkjólum og Patrekur Jaime sýndi magavöðvana í magabol.
Leikaraparið Vala Kristín Eiríksdóttir og Hilmir Snær Guðnason svífur um á bleiku skýi þessa dagana.
Ása Steinars, ferðaljósmyndari og samfélagsmiðlastjarna, skellti í einstaka óléttumyndatöku við eina af náttúruperlum Íslands, Skógafoss.
Heiðdís Rós Reynisdóttir, athafnakona og förðunarfræðingur, tók sig vel út á Miami Swim Week í Miami.
Tónlistarkonan Bríet Ísis Elfar hlaut Langspilið, verðlaun STEFs, í ár.
Dóra Júlía Agnarsdóttir, plötusnúður og blaðamaður, heldur sig sólarmegin í lífinu.
Eva Ruza, skemmtikraftur og þáttastjórnandi á K100, deildi skemmtilegri færslu í tilefni af útskrift tvíburabarna sinna.
Brynhildur Gunnlaugsdóttir, samfélagsmiðlastjarna og athafnakona, kíkti út á lífið.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skellti í speglasjálfu.
Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, betur þekktur undir listamannsnafninu Prettyboitjokko, gaf innsýn í síðustu daga.
Árni Páll Árnason, eða Herra Hnetusmjör eins og hann er jafnan kallaður, deildi sætri sjálfu.
Rapparinn Birnir nældi sér í gómsæt hindber.
Afrekskonan Katrín Tanja Davíðsdóttir átti góðan maí.
Matarbloggarinn Linda Benediktsdóttir og eiginmaður hennar, Ragnar Einarsson, forstöðumaður færsluhirðingar Landsbankans, klæddu sig í sparifötin og fögnuðu ástinni í brúðkaupi vinahjóna sinna.
Hlaðvarpsstjarnan Birta Líf Ólafsdóttir gaf innsýn í skírnardag dóttur sinnar.
Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir kíkti í bústað ásamt vinkonum sínum.
Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, heimsótti Bókina, fornbókaverslun í miðbæ Reykjavíkur, og fékk mynd af sér með Ara Gísla Bragasyni fornbókasala.
Raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime kann að njóta lífsins.