Jón Ásgeir og Ingibjörg létu sig ekki vanta

Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir voru á Kastrup …
Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir voru á Kastrup í gærkvöldi. Samsett mynd

Veitingastaðurinn Kastrup opnaði aftur í gær eftir margra vikna glímu við yfirvöld og fjölmenntu fastakúnnar og stjörnur á veitingastaðinn vinsæla. Viðskiptahjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir voru á meðal gesta en hún er eigandi staðarins í dag. Lilja Líf Pálmarsdóttir og Sigríður Vava Björnsdóttir reka staðinn fyrir hönd Ingibjargar Stefaníu.

Þar voru líka hjónin Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður og Birna Rún Gísladóttir, Áslaug Magnúsdóttir viðskiptakona og maður hennar Sacha Tu­eni sem er aust­ur­rísk­ur frum­kvöðull. Á staðnum var líka Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fyrrverandi ráðherra en hún komst í fréttir í vetur þegar hún bjargaði mannslífi á staðnum þegar hún beitti Hemlich-aðferðinni. Þar var líka Ólöf Skaftadóttir Komið gott-stjarna, listamaðurinn Korkimon, Guðrún Nielsen framkvæmdastjóri Pekron, Anna Fríða Gísladóttir súkkulaðidrottning, Signý Tryggvadóttir, Tómas Jónasson lögfræðingur og Viktor Lorange. 

Áslaug Magnúsdóttir.
Áslaug Magnúsdóttir.
Ólöf Skaftadóttir var á Kastrup.
Ólöf Skaftadóttir var á Kastrup. mbl.is/María Matthíasdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mætti á Kastrup.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mætti á Kastrup. mbl.is/Karítas

Staðnum var lokað fyrir rúmum mánuði vegna vangreiddra skatta fyrrverandi rekstraraðila líkt og fjallað var um í blábyrjun maímánaðar. Sá náði ekki samningum við Skattinn og hefur því lokið afskiptum af Kastrup.

En nú hefur veitingastaðurinn fengið leyfi og opnaði í gærkvöldi. Þar verður sami gamli matseðillinn og sama starfsfólk og verið hefur, en 101 hótel ásamt starfsfólki veitingastaðarins sem fastakúnnar þekkja vel taka við rekstri veitingastaðarins.

Jakob Frímann Magnússon.
Jakob Frímann Magnússon. mbl.is/Birta Margrét
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda