Elín Metta útskrifaðist sem læknir

Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen.

Brautskráningar Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands fóru fram á laugardaginn. Sól og blíða einkenndi daginn. Ein af þeim sem útskrifaðist er Elín Metta Jensen fótboltastjarna sem nú er orðin læknir. Hún var þó ekki sú eini þekkti einstaklingurinn sem útskrifaðist um helgina. Króli og Katla Njáls útskrifuðust og líka Álfgrímur svo einhverjir séu nefndir. 

Glæsilegt fólk útskrifaðist um helgina.
Glæsilegt fólk útskrifaðist um helgina. Samsett mynd

„Neyddi mig með sér í prufur“

Leiklistarvinirnir Katla Njálsdóttir og Kristinn Óli útskrifuðust með BA-gráðu í leiklist frá Listaháskóla Íslands. Katla segist vera afar þakklát fyrir Kidda vin sinn þar sem hann dró hana í prufur árið 2021. 

Harpa stútfull af ungu og upprennandi listafólki

Söngvarinn og listamaðurinn, Álfgrímur Aðalsteinsson, útskrifaðist sem sviðshöfundur um helgina. Útskriftarnemarnir voru glæsilegir við brautskráningu skólans!

„Læknaeiðurinn undirritaður!“

Elín Metta Jensen knattspyrnukona undirritaði læknaeiðinn fyrr í vikunni. Elín lauk því formlega 6 ára læknanámi við Læknadeild Háskóla Íslands á laugardaginn með glæsibrag!

Erna Hrund á bleiku skýi

Erna Hrund Hermannsdóttir, áhrifavaldur og sölustjóri COLLAB á Norðurlöndunum, útskrifaðist með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands. Erna Hrund fékk sérstaka viðurkenningu fyrir besta lokaverkefnið en hún skrifaði um stefnumótun fyrir útflutning COLLAB til Danmerkur.

„Thank you Háskóli Íslands“

Söngkonan Diljá Pétursdóttir útskrifaðist með BS-gráðu í sjúkraþjálfunarfræði frá Háskóla Íslands. Nóg hefur verið að gera síðan Diljá hóf nám við sjúkraþjálfunarfræði en á síðasta ári fór hún og keppti fyrir Íslands hönd í Söngvakeppninni evrópsku og var í fullu námi samhliða því. Vel gert, Diljá!

Gengin 38 vikur á leið í lokaprófum

Fjóla Sigurðardóttir, fyrrum stjórnandi hlaðvarpsins Eigin Konur, útskrifaðist með meistaragráðu í stjórnun og forystu með áherslu á mannauðsstjórnun. 

„Gella með gráðu“

Guðný Björk Stefánsdóttir, landsliðskona í ólympískum lyftingum, útskrifaðist með BS-gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands. Guðný hefur sinnt náminu samhliða því að keppa fyrir Íslands hönd í ólympískum lyftingum um allan heim.

Glæsilegir leikarar!

Sólbjört Sigurðardóttir, meðlimur í hljómsveitinni Hatara og Eurovisionfari, útskrifaðist með BA-gráðu í leiklist frá Listaháskóla Íslands.

Smartland öllum útskriftarnemum til hamingju með árangurinn! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda