„Þarna hékk ég hálfur úti að reykja bara 8-9 ára gamall“

Rafbíll Bubbi Morthens féll fyrir Jaguar I-Pace sem hann segir …
Rafbíll Bubbi Morthens féll fyrir Jaguar I-Pace sem hann segir fyrst og fremst lúxus. Kristinn Magnússon

Bubbi Morthens er gestur Haraldar Þorleifssonar í hlaðvarpsþættinum Labbitúr. Bubbi hefur verið meðal fremsta tónlistarfólks þjóðarinnar alveg frá útgáfu hans fyrstu plötu, Ísbjarnarblús, árið 1980. Bubbi hefur ekkert gefið eftir undanfarin ár enda fáir sem jafnast á við fjölda útgefna laga og segist hann enn semja eitthvað á hverjum degi.

Haraldur, eða Halli eins og hann er kallaður, gekk með Bubba um æskuslóðir hans og rifjaði upp mótandi minningar. 

Hékk hálfur úti að reykja 8 ára gamall

Bubbi var á miklu flakki á yngri árum en tengir sterkar minningar við sitt annað æskuheimili.

„Hér varð til að einhverju leyti öll mín vitund í sambandi við tónlist. Það var hérna sem ég í rauninni tók inn í DNA-ið Bítlana, Stones, alla þessa hluti og ég er með mjög sterkar taugar til þessa staðar,“ segir Bubbi þegar hann rifjar upp gamla tíma í Vogahverfinu.

„Þarna er klósettgluggi, þarna hékk ég hálfur úti að reykja bara 8-9 ára gamall,“ segir Bubbi og bendir á hús í nágrenninu. 

Bubbi fæddist 1956 og fjölskyldan fékk ekki sjónvarp inn á heimilið fyrr en hann var 12 ára. Í blokkinni sem hann bjó í voru margir áhugaverðir nágrannar. Þar á meðal kona að nafni Laufey sem átti sjónvarp og kallaði í Bubba og leyfði honum að horfa þegar Bítlarnir, Kinks eða Dylan voru í sjónvarpinu.  

„Þetta voru ómetanlegar stundir í minningunni, ég veit ekki hvernig ég á að koma orðum að því,“ segir Bubbi.

„Þarna er ég búinn að taka þá ákvörðun 6-7 ára gamall að það eina sem skiptir máli í heiminum er að verða tónlistarmaður,“ segir hann og segir frá því að Laufey sé enn á lífi og hann hafi spilað í 90 ára afmæli hennar. 

Spotify það alversta

Bubbi afkastar miklu og segir það skipti hann máli að listin skíni í gegn í tónlistinni. 

„Mér finnst skipta rosa miklu máli að plata hafi symmetríu. Ég vinn svolítið út frá því að plata sé plata en ekki Spotify. Spotify er auðvitað það versta sem hefur gerst fyrir sköpunina. Vegna þess að Spotify hefur búið til einhvers konar óskapnað sem felst í því að ef þú færð ekki fólk til að hlusta á músíkina þína á fyrstu fimmtán sekúndunum þá fer það eitthvað annað,“ segir Bubbi. 

Tekjukerfi Spotify verðlaunar ekki endilega fyrir útgáfur á plötum heldur hefur tónlistarfólk oft nefnt að í dag snúist leikurinn um að gefa út „singla“. Það rímar við upplifun Bubba sem hefur áhyggjur af þessari þróun og telur hún hamlandi fyrir sköpunina.

„Þeir byggja allt upp á þessu og það að segja sögur í músík sem eru 4,5,6, mínútur. Þetta er bara að verða forneskja sem er sárgrætilegt. Vegna þess að tónlist og músík er auðvitað bara list sem þarf að lúta sínu lögmáli. En ekki lögmáli markaðsins,“ segir Bubbi en hlær svo að því að vera orðin gamli kallinn að bölva þróuninni.

Aðspurður hvað honum finnist vera besta Bubbalagið segist hann ekki vera búinn að semja það.

Hér er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni: 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda