Instagram: Eintóm ofurpör

Glæsilegt lið!
Glæsilegt lið! Samsett mynd

Það var sannarlega sumar í loftinu á Instagram í vikunni! Sólin lét sjá sig víða og áhrifavaldarnir okkar létu ekki sitt eftir liggja þegar það kom að því að birta glæsilegar myndir, hvort sem það var hér heima eða á framandi slóðum. Knattspyrnuparið Sveindís Jane Jónsdóttir og Rob Holding hvíldu sig saman áður en Evrópumótið í Sviss hófst, Sigríður Margrét Ágústsdóttir naut menningarinnar í Kaupmannahöfn og samfélagsmiðlaparið Ástrós Traustadóttir og Adam Karl Helgason sleikti sólina á Grikklandi. 

Fótboltaparið ástfangið í fríi

Knattspyrnukonan Sveindís Jane Jónsdóttir deildi fallegri mynd af sér og kærastanum, Rob Holding, sem leikur með Crystal Palace. Parið naut lífsins í fríi áður en haldið var til Sviss, þar sem Sveindís keppir fyrir hönd Íslands á Evrópumóti kvenna í fótbolta.

Besta Köben

Áhrifavaldurinn og tískuunnandinn Sigríður Margrét Ágústsdóttir er stödd í Kaupmannahöfn þessa dagana og virðist njóta borgarinnar til hins ýtrasta.

Myndarlegt par!

Samfélagsmiðla- og ofurparið Ástrós Traustadóttir og Adam Karl Helgason njóta ástarinnar í Grikklandi.

Krúttsprengja!

Hundurinn Noel, sem áhrifavaldurinn Helgi Ómarsson og kærasti hans, Pétur Svensson, eiga, fór í klippingu í vikunni og er heldur betur ánægður með nýja lúkkið.

Kraftlyftingakona í alvöru standi

Guðný Björk Stefánsdóttir, kraftlyftingakona með meiru, nýtti sólina sem lét loksins sjá sig um helgina og slakaði vel á í heitum potti.

Sítrónuþema á Spáni

Sunneva Eir Einarsdóttir, samfélagsmiðla- og hlaðvarpsstjarna, skellti sér til Spánar ásamt vinkonum sínum. Fyrsta kvöldið var einstaklega ferskt og sumarlegt með sítrónuþema.

Gelluferð!

Áhrifavaldurinn Hildur Sif Hauksdóttir skellti sér í sannkallaða gelluferð til Alicante á Spáni.

Nóg að gera!

Fanney Ingvarsdóttir, áhrifavaldur og markaðsfulltrúi Bioeffect, deildi skemmtilegri myndaseríu þar sem hún gefur innsýn í lífið síðustu daga: Framkvæmdir á nýja heimilinu, óléttubumba, fótboltamót og notalegar samverustundir með vinum og fjöldkyldu.

Tónlistarparið gerir það sem þau elska mest

Tónlistarparið Þórdís Björk og Júlí Heiðar njóta sín til fulls uppi á sviði og þakka fylgjendum sínum fyrir að gera þeim kleift að sinna því sem þeim finnst skemmtilegast: að syngja saman uppi á sviði.

gnuðu sex ára sambandsafmæli sínu Mykanos

Karen Björg Lindsey, áhrifavaldur og flugfreyja, nýtur sólarinnar í Mykonos ásamt kærastanum sínum, Brynjólfi Willumssyni, sem leikur með hollenska liðinu FC Groningen. Parið fagnaði sex ára sambandsafmæli sínu í ferðinni.

View this post on Instagram

A post shared by Karen Lindsay (@karenbjorrg)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda