Það var sannarlega sumar í loftinu á Instagram í vikunni! Sólin lét sjá sig víða og áhrifavaldarnir okkar létu ekki sitt eftir liggja þegar það kom að því að birta glæsilegar myndir, hvort sem það var hér heima eða á framandi slóðum. Knattspyrnuparið Sveindís Jane Jónsdóttir og Rob Holding hvíldu sig saman áður en Evrópumótið í Sviss hófst, Sigríður Margrét Ágústsdóttir naut menningarinnar í Kaupmannahöfn og samfélagsmiðlaparið Ástrós Traustadóttir og Adam Karl Helgason sleikti sólina á Grikklandi.
Knattspyrnukonan Sveindís Jane Jónsdóttir deildi fallegri mynd af sér og kærastanum, Rob Holding, sem leikur með Crystal Palace. Parið naut lífsins í fríi áður en haldið var til Sviss, þar sem Sveindís keppir fyrir hönd Íslands á Evrópumóti kvenna í fótbolta.
Áhrifavaldurinn og tískuunnandinn Sigríður Margrét Ágústsdóttir er stödd í Kaupmannahöfn þessa dagana og virðist njóta borgarinnar til hins ýtrasta.
Samfélagsmiðla- og ofurparið Ástrós Traustadóttir og Adam Karl Helgason njóta ástarinnar í Grikklandi.
Hundurinn Noel, sem áhrifavaldurinn Helgi Ómarsson og kærasti hans, Pétur Svensson, eiga, fór í klippingu í vikunni og er heldur betur ánægður með nýja lúkkið.
Guðný Björk Stefánsdóttir, kraftlyftingakona með meiru, nýtti sólina sem lét loksins sjá sig um helgina og slakaði vel á í heitum potti.
Sunneva Eir Einarsdóttir, samfélagsmiðla- og hlaðvarpsstjarna, skellti sér til Spánar ásamt vinkonum sínum. Fyrsta kvöldið var einstaklega ferskt og sumarlegt með sítrónuþema.
Áhrifavaldurinn Hildur Sif Hauksdóttir skellti sér í sannkallaða gelluferð til Alicante á Spáni.
Tónlistarparið Þórdís Björk og Júlí Heiðar njóta sín til fulls uppi á sviði og þakka fylgjendum sínum fyrir að gera þeim kleift að sinna því sem þeim finnst skemmtilegast: að syngja saman uppi á sviði.
Karen Björg Lindsey, áhrifavaldur og flugfreyja, nýtur sólarinnar í Mykonos ásamt kærastanum sínum, Brynjólfi Willumssyni, sem leikur með hollenska liðinu FC Groningen. Parið fagnaði sex ára sambandsafmæli sínu í ferðinni.