Söng- og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir og grafíski hönnuðurinn Antonio Otto Rabasca eru að slá sér upp. Þau sáust nýlega í Hljómskálagarðinum þar sem ástin virtist allt umlykjandi. Vísir greindi frá.
Ágústa Eva er búsett í Hveragerði og er söngkona í hljómsveitinni Sycamore Tree og gerði garðinn frægan hér áður m.a. sem Sylvía Nótt í Eurovision og Lína Langsokkur í samnefndu leikriti. Antonio hefur getið af sér gott orðspor sem grafískur hönnuður og hefur starfað m.a. í fluggeiranum, hjá WOW Air. Þá er hann einnig með mikla hæfileika sem ljósmyndari.
Ágústa Eva á tvö börn úr fyrri samböndum, son með Jóni Viðari Arnþórssyni, eiganda MMA Iceland og Icelandic Stunts og dóttur með atvinnuhandboltamanninum og landsliðsmanninum Aroni Pálmarssyni, sem nýlega lagði skóna á hilluna.
Antonio á þrjár dætur úr fyrra hjónabandi.
Smartland óskar þeim til hamingju með ástina!