Ágústa Eva og Antonio nýtt par

Ágústa Eva Erlendsdóttir og Antonio Otto Rabasca.
Ágústa Eva Erlendsdóttir og Antonio Otto Rabasca. Samsett mynd/Instagram

Söng- og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir og grafíski hönnuðurinn Antonio Otto Rabasca eru að slá sér upp. Þau sáust nýlega í Hljómskálagarðinum þar sem ástin virtist allt umlykjandi. Vísir greindi frá. 

Ágústa Eva er búsett í Hveragerði og er söngkona í hljómsveitinni Sycamore Tree og gerði garðinn frægan hér áður m.a. sem Sylvía Nótt í Eurovision og Lína Langsokkur í samnefndu leikriti. Antonio hefur getið af sér gott orðspor sem grafískur hönnuður og hefur starfað m.a. í fluggeiranum, hjá WOW Air. Þá er hann einnig með mikla hæfileika sem ljósmyndari. 

Ágústa Eva á tvö börn úr fyrri samböndum, son með Jóni Viðari Arnþórssyni, eiganda MMA Iceland og Icelandic Stunts og dóttur með atvinnuhandboltamanninum og landsliðsmanninum Aroni Pálmarssyni, sem nýlega lagði skóna á hilluna.

Antonio á þrjár dætur úr fyrra hjónabandi.

Smartland óskar þeim til hamingju með ástina! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda