Íslenska tónlistarstjarnan Emilíana Torrini og Ellert Kristófer Schram, eigandi og framkvæmdastjóri EKS Verk ehf., eru að hittast. Sést hefur til þeirra í sumar þar sem þau hafa ferðast um landið. Þau voru í góðu stuði á Bræðslunni í sumar svo dæmi sé tekið. Það hefur vakið athygli hvað þau eru geislandi glöð saman!
Emilíana sagði frá því í viðtali á Rás 1 í nóvember í fyrra að hún væri að skilja við fyrrverandi eiginmann sinn, Rowan Patrick Robinson Cain.
Í viðtalinu fór Emilíana Torrini í gegnum ferilinn á skemmtilegan og einlægan hátt. Þá var hún nýkomin úr tónleikaferðalagi sem hún endaði með tvennum þéttsetnum tónleikum í Eldborgarsal Hörpu, þar sem hún söng lögin á nýjustu plötu sinni Miss Flower ásamt nokkrum af sínum vinsælustu lögum frá fyrri tíð.