Emilíana Torrini og Ellert Schram að hittast

Emilíana Torrini og Ellert Kristófer Schram hafa verið að hittast …
Emilíana Torrini og Ellert Kristófer Schram hafa verið að hittast upp á síðkastið. Samsett mynd

Íslenska tónlistarstjarnan Emilíana Torrini og Ellert Kristófer Schram, eigandi og framkvæmdastjóri EKS Verk ehf., eru að hittast. Sést hefur til þeirra í sumar þar sem þau hafa ferðast um landið. Þau voru í góðu stuði á Bræðslunni í sumar svo dæmi sé tekið. Það hefur vakið athygli hvað þau eru geislandi glöð saman! 

Emilíana sagði frá því í viðtali á Rás 1 í nóvember í fyrra að hún væri að skilja við fyrrverandi eiginmann sinn, Rowan Patrick Robinson Cain. 

Í viðtalinu fór Emilíana Torrini í gegnum ferilinn á skemmtilegan og einlægan hátt. Þá var hún  nýkomin úr tónleikaferðalagi sem hún endaði með tvennum þéttsetnum tónleikum í Eldborgarsal Hörpu, þar sem hún söng lögin á nýjustu plötu sinni Miss Flower ásamt nokkrum af sínum vinsælustu lögum frá fyrri tíð.

Smartland óskar parinu góðs gengis! 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda