Helgi Hrafn í 50 þúsund króna flíspeysu Daða Más

Flíspeysan hans Daða Más hefur nú endað á Helga Hrafni.
Flíspeysan hans Daða Más hefur nú endað á Helga Hrafni. Samsett mynd

Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, er kominn í flíspeysuna hans Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra. Það var kærasta Helga, Eva Pandora Baldursdóttir, einnig fyrrverandi þingmaður Pírata og er nú í Viðreisn, sem gaf honum peysuna. Hún greiddi 50 þúsund krónur fyrir peysuna sem var boðin upp um helgina á Landsþingsboði Viðreisnar.

„Helgi Hrafn í frægu flíspeysunni hans Daða Más fjármálaráðherra, sem ég keypti á Landsþingsuppboði Viðreisnar. Ég er ekki frá því að hún sé strax farin að hafa áhrif. Hvar endar þetta, spyr ég nú bara?!“ skrifar Eva undir mynd af Helga Hrafni á Facebook. 

Á myndinni situr Helgi í fagurgulum Strandmon-stól úr Ikea, í flíspeysunni og með bók í hönd. 

Myndin hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum og skrifaði Daði Már við myndina: „Hún fer honum mun betur en mér!“ Þorgerður Katrín skrifaði: „Þetta er bara stórkostlegt og dálítið fallegt!“


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda