Stella Rósenkranz, einn fremsti dansari landsins, og Davíð Örn Hákonarson, matreiðslumaður og einn af eigendum veitingastaðarins Skreið, eru nýtt par.
Stella og Davíð Örn byrjuðu að stinga nefjum saman fyrr á árinu og nutu meðal annars góðra stunda í Kerlingafjöllum í tilefni af afmæli Stellu nú um helgina.
Stella gaf fylgjendum sínum innsýn í ferðalagið á Instagram og deildi þar meðal annars mynd af parinu í baðsloppum.
Smartland óskar þeim hjartanlega til hamingju með ástina.