Vikan var fjörug á Instagram og fólk annaðhvort komið í haustgírinn eða er í því að framlengja sumarið.
Birgitta Líf Björnsdóttir er ein þeirra sem hafa varið nokkrum huggulegum dögum á Spáni, fyrirsætan Helen Málfríður Óttarsdóttir heimsótti Ibiza og Hannes Hólmsteinn Gissurarson fór til Vínar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hélt upp á sextugsafmælið og hélt gott partý á Álftanesi.
Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú Íslands, las blöðin og hvatti fleiri til að gera slíkt hið sama.
Ljósmyndarinn Saga Sig og kærasti hennar Vilhelm Anton Jónsson tónlistarmaður fóru til Lundúna og nutu lífsins í 48 tíma.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson fékk sér kaffi í Vín í Austurríki og naut þess. Hann var glæsilegur til fara; í ljósum buxum, blárri skyrtu og í bláum jakka. Allt upp á 10.
Fyrirsætan Helen Málfríður Óttarsdóttir fór til eyjunnar Ibiza og elskaði það.
Helga Margrét Agnarsdóttir, áhrifavaldur og lögfræðingur, klæddi sig í pallíettur og fór niður í Laugardal.
Snærós Sindradóttir fór í rauðan pallíettukjól og fór á Rauðu mylluna í Borgarleikhúsinu. Með í för var dóttir hennar en eins og sjá má á myndinni skemmtu þær sér vel.
Heiðdís Rós Reynisdóttir, athafnakona í Bandaríkjunum, fagnaði því að vera búin að vera á föstu í eitt ár!
Sunneva Eir Einarsdóttir Teboðsstjarna klæddi sig upp á.
Karitas Óskarsdóttir fór út á lífið.
Birgitta Líf Björnsdóttir, samfélagsmiðlastjarna og markaðsstjóri World Class, tók sig vel út í bleiku bikiníi á Spáni.
Áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan, Magnea Björg Jónsdóttir, skellti sér í haustkápuna og kíkti í bæinn.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nemandi við Columbia-háskóla, gaf innsýn í lífið í stórborginni.
Arna Vilhjálmsdóttir, samfélagsmiðlastjarna og einn af sigurvegurum Biggest Loser Ísland, sýndi myndarlegt þyngdartap sitt og deildi „fyrir og eftir myndum“ af sér.
Birta Líf Ólafsdóttir, markaðsfræðingur og hlaðvarpsstjarna, hefur það gott á Spáni.
Camilla Rut Rúnarsdóttir, samfélagsmiðlastjarna og eigandi Camy Collections, naut sín í náttúrunni.
Söngkonan Svala Björgvinsdóttir er alltaf töff í tauinu.
Danshjónin Hanna Rún Óladóttir Bazev og Nikita Bazev lentu í 3. sæti á Evrópumeistaramótinu í Róm.
Vöðvatröllið Hafþór Júlíus Björnsson og eiginkona hans, Kelsey Henson, fögnuðu fimm ára afmæli sonar síns með krúttlegri veislu.
Kærustuparið Helgi Ómarsson og Pétur Svensson mættu í sextugsafmæli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og virtust hafa skemmt sér vel.