Sigurður og Inga Lind trúlofuð

Kærustuparið Sigurður Viðarsson og Inga Lind Karlsdóttir.
Kærustuparið Sigurður Viðarsson og Inga Lind Karlsdóttir.

Sigurður Viðarsson framkvæmdastjóri HILI á Íslandi og Inga Lind Karlsdóttir einn af eigendum Skot Productions eru trúlofuð. Parið, sem er búið að þekkjast síðan þau voru krakkar, fundu ástina sumarið 2024 og hafa verið óaðskiljanleg síðan. Þau hafa verið dugleg að sækja menningarviðburði í Reykjavík milli þess sem þau ferðast mikið um heiminn.

Þau eiga fjölmörg sameiginleg áhugamál eins og golf, tennis og laxveiði. 

Það var einmitt í einni slíkri veiðiferð um miðjan júlí sem hann bað hennar, nánar tiltekið við Húseyjarkvísl í Skagafirði. 

Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir hlaðvarpsstjörnur í Komið gott greindu frá því að hið nýtrúlofaða par væri að skipuleggja brúðkaup sem yrði líklega án hliðstæðu. 

Smartland óskar Sigurði og Ingu Lind til hamingju með trúlofunina og ástina! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda