Þorvaldur kominn á Bentley

Þorvaldur H. Gissurarson í ÞG Verk er kominn á lúxuskerru.
Þorvaldur H. Gissurarson í ÞG Verk er kominn á lúxuskerru. Samsett mynd

Þorvaldur H. Gissurarson forstjóri og eigandi ÞG Verk er kominn á nýtt ökutæki. Um er að ræða Bentley Continental GT Mullinger. Bíllinn er tveggja dyra, kolsvartur að lit og kom á göturnar 2. október. Bíllinn hefur vakið athygli í umferðinni enda ekki á færi venjulegs launafólks á almennum vinnumarkaði að keyra um á slíkri græju.

Hóflegasta útgáfan af samskonar ökutæki kostar í kringum 50.000.000 kr. erlendis og þá á eftir að flytja gripinn til Íslands og tollafgreiða bílinn. Bíllinn gengur bæði fyrir bensíni og rafmagni. 

Mullinger útgáfan Bentley Continental GT er flaggskipið. Í þessi útgáfa af bílnum er hægt að fá allan þann lúxus sem hugsast getur. Bentley býður upp á að fólk geti sérvalið hvert einasta smáaatriði inn í bílinn og sérvalið munstur í sætin og jafnvel fengið þau bróderuð. 

Það hefur gengið vel hjá Þorvaldi. Hann stofnaði ÞG Verk árið 1998 og hefur rekið fyrirtækið á sömu kennitölunni allar götur síðan. 

Smartland óskar Þorvaldi til hamingju með bílinn! 

Bentley Continental GT Mullinger þykir mikil lúxuskerra.
Bentley Continental GT Mullinger þykir mikil lúxuskerra. Ljòsmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda