Helgi Hrafn bað Evu Pandoru í Róm

Eva Pandora Baldursdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru trúlofuð.
Eva Pandora Baldursdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru trúlofuð. Samsett mynd

Kærustuparið Helgi Hrafn Gunnarsson og Eva Pandora Baldursdóttir eru trúlofuð. Hann bað hennar og hún sagði að sjálfsögðu já. 

„Eftir ævintýralega skemmtisiglingu um Miðjarðarhafið nutum við Helgi Hrafn dagsins í Róm þar sem hann fór á skeljarnar og því góða boði var ekki hægt að neita,“ segir Eva Pandora á samfélagsmiðlum og sýndi ljósmynd af trúlofunarhringnum.

Helgi Hrafn og Eva Pandora, sem eru bæði fyrrverandi þingmenn Pírata, fundu ástina í leigubíl í desember 2022 þegar þau tóku saman leigubíl eftir árshátíð fyrrverandi þingmanna. Hann sat á þingi 2013-2016 og svo aftur á árunum 2017-2021. Hún sat á þingi 2016-2017. 

Eva Pandora er nú í Viðreisn en á flokksþingi sem haldið var í september keypti Helgi Hrafn flíspeysu Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra sem boðin var upp á viðburðinum. 

Hér er Helgi Hrafn Gunnarsson í góðum fíling heima hjá …
Hér er Helgi Hrafn Gunnarsson í góðum fíling heima hjá sér í gulum Ikea-stól í flíspeysunni hans Daða Más Kristóferssonar. Samsett mynd

Smartland segir bara eitt! Til hamingju með ástina Helgi Hrafn og Eva Pandora og minnir á að flíspeysan hans Daða Más eru ekki spariföt og ganga ekki sem klæðnaður í tilvonandi brúðkaupi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda