Kærustuparið Helgi Hrafn Gunnarsson og Eva Pandora Baldursdóttir eru trúlofuð. Hann bað hennar og hún sagði að sjálfsögðu já.
„Eftir ævintýralega skemmtisiglingu um Miðjarðarhafið nutum við Helgi Hrafn dagsins í Róm þar sem hann fór á skeljarnar og því góða boði var ekki hægt að neita,“ segir Eva Pandora á samfélagsmiðlum og sýndi ljósmynd af trúlofunarhringnum.
Helgi Hrafn og Eva Pandora, sem eru bæði fyrrverandi þingmenn Pírata, fundu ástina í leigubíl í desember 2022 þegar þau tóku saman leigubíl eftir árshátíð fyrrverandi þingmanna. Hann sat á þingi 2013-2016 og svo aftur á árunum 2017-2021. Hún sat á þingi 2016-2017.
Eva Pandora er nú í Viðreisn en á flokksþingi sem haldið var í september keypti Helgi Hrafn flíspeysu Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra sem boðin var upp á viðburðinum.
Smartland segir bara eitt! Til hamingju með ástina Helgi Hrafn og Eva Pandora og minnir á að flíspeysan hans Daða Más eru ekki spariföt og ganga ekki sem klæðnaður í tilvonandi brúðkaupi.