Á meðan lífið hraðspólaði áfram hjá Instagram-stjörnum þessarar viku staldraði tónistarmaðurinn Bubbi Morthens við og rifjaði upp fallegar æskuminningar við Gnoðarvog 24.
Tónlistarmaðurinn Aron Can Gulltekin gaf innsýn í líf sitt í vikunni, sjóðheitur kroppur sem er ekki aðeins upptekin við tónlist heldur einnig í föðurhlutverkinu.
Hlaðvarpsþáttastjórnandinn og samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einarsdóttir skellti sér í smá rúnt með vinkonum sínum, þar sem þær stoppuðu m.a. á hinum vinsæla veitingastað Friðheimum á Suðurlandi.
Inga Tinna Sigurðardóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Dineout, deildi fallegri færslu í tilefni af afmæli kærasta síns, Loga Geirssonar, einkaþjálfara og fyrrverandi landsliðsmanns.
Leikkonan Aníta Briem er yfir sig ástfangin.
Hæfileikabúntið Laufey Lín Bing Jónsdóttir tryllir lýðinn hvar sem hún stígur niður fæti.
Súperstjarnan Rúrik Gíslason var á ferð og flugi í september.
Kolbrún Pálína Helgadóttir er alltaf glæsileg.
Ljósmyndarinn Helgi Ómarsson er orðinn heilsumarkþjálfi.
Athafnakonan og áhrifavaldurinn Elísabet Gunnarsdóttir gaf innsýn í lífið í Stokkhólmi.
Helga Magga tók sæta sjálfu.
Ofurhlaupakonan Mari Järsk fór í geggjaða hlaupaferð ásamt flottum hópi kvenna.
Leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir og eiginmaður hennar, Ebenezer Þórarinn Einarsson, brölluðu ýmislegt í Portúgal.
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens stillti sér upp fyrir framan æskuheimili sitt.
Söngkonan Svala Björgvinsdóttir hlakkar til jólavertíðarinnar.
Söngkonan Bríet Ísis Elfar frumsýndi stuttmynd og dansaði ásamt vinum og aðdáendum í Bíó Paradís um helgina.
Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem GDRN, steig á svið Hörpu í glæsilegum síðkjól.