Ómar R. Valdimarsson, lögmaður hjá Esja Legal og Eva Margrét Ásmundsdóttir, fasteignasali á Croisette Iceland, gengu í hjónaband í maí og gerðu kaupmála. DV.is greinir frá þessu.
Þar kemur fram að parið hafi gift sig 21. maí og hafi í kjölfarið gert kaupmála. Fréttir af kaupmálanum birtust í Lögbirtingablaðinu í vikunni.
Parið lifir augljóslega ekki eftir þeirri möntru að góðir hlutir gerist hægt því það var fyrir tæpu ári síðan að fréttir voru sagðir af því að Ómar væri kominn með kærustu. Síðan þá hafa þau trúlofað sig, gift sig og sett íbúð hans á sölu. Íbúðin er reyndar enn þá óseld.
Það er auðvitað ekki gott fyrir samfélög heimsins ef allt tempó er á hraða snigilsins. Svo eru aðrir á því að hik sé sama og tap. Ekki er vitað hvað er best. Framtíðin verður að skera úr um það.
Smartland óskar Ómari og Evu til hamingju með giftinguna!