Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson og Hafrún Hafliðadóttir eru farin hvort í sína áttina. Parið hnaut um hvort annað í september 2023 en þau héldu sambandinu leyndu í marga mánuði. Það var ekki fyrr en sumarið 2024 sem þau birtu fyrst myndir af sér saman á samfélagsmiðlum.
14 ára aldursmunur var á parinu en Sigmar er fæddur 1977 en Hafrún 1991.
Sigmar hefur verið áberandi í fjölmiðlum í langan tíma en hann hóf feril sinn á útvarpstöðinni Mónó sem þróaðist út í sjónvarpsvinnu. Flestir þekkja Sigmar úr Idol stjörnuleit en þættirnir voru sýndir á hinni sálugu Stöð 2 þar sem hann heillaði landsmenn upp úr skónum ásamt Jóhannesi Ásbjörnssyni.
Síðar lá leið Sigmars úr sjónvarpi inn í atvinnulífið en núna rekur hann Mínígarðinn og Eldum gott.
Smartland óskar Sigmari og Hafrúnu góðs gengis í öldugangi ástarlífsins!