Óánægja með gjafapoka á afmælisviðburði Teboðsins

Sunneva Eir Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir.
Sunneva Eir Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir. Skjáskot/Instagram

Fjölmargir gestir sem sóttu afmælisviðburð Teboðsins, hlaðvarpsþáttar í umsjón áhrifavaldanna Sunnevu Eirar Einarsdóttur og Birtu Lífar Ólafsdóttur, segjast óánægðir með gjafapokana sem biðu þeirra í sætunum í Háskólabíói á laugardagskvöld.

Í færslu sem birt var á Facebook-hópnum Beauty Tips í gær segir gestur:

„Mætti á live show á Teboðinu í gær og það var gjafapoki í hverju sæti fyrir sig. Okkar var galtómur – fólk búið að stela úr honum. Finnst ykkur þetta í lagi?“

Færslan hefur vakið mikla athygli og fjölmargir hafa skrifað athugasemdir við hana, allir undir nafnleynd sem „anonymous member“, þar sem þeir lýsa svipaðri upplifun og segja einnig að innihald pokanna hafi verið mjög mismunandi. 

Hér má sjá skjáskot af færslunni.
Hér má sjá skjáskot af færslunni. Skjáskot/Facebook

Samkvæmt frásögnum gesta sáust einstaklingar tæma poka í nærliggjandi sætum áður en gestirnir sem áttu sætin komu í salinn og segja sumir að margir pokar hafi þegar verið tómir þegar þeir settust niður.

Í sumum pokum var ekkert, en aðrir sögðust aðeins hafa fengið límmiða og súkkulaði, á meðan sumir fengu snyrtivörur, gjafabréf, hárvörur frá K18 eða dýra CBD-olíu frá Blush.

Hvorki Sunneva Eir né Birta Líf hafa tjáð sig opinberlega um málið á samfélagsmiðlum, en báðar hafa birt fjölda mynda og myndbanda frá viðburðinum, sem haldinn var í tilefni af fimm ára afmæli Teboðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda