Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi er byrjuð með þætti á YouTube.com þar sem hún rúntar um bæjarfélag sitt með skemmtilegu fólki. Bjarni Benediktsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti gesturinn í þættinum, sem eru byggðir á hinum geysivinsælu þáttum James Corden sem kallast upp á ensku „Carpool“.
Í þættinum ræða þau opinskátt um lífið eftir pólitík, bernskuminningar úr Hamraborg og fleira.
„Ég elska að rúnta um Kópavog og tékka á mannlífinu og uppbyggingunni hverju sinni. Það er hægt að lesa mikið í fólk á rúntinum. Það er svo berskjaldað og það náttúrulega kemst ekki neitt,” segir Ásdís og hlær og bætir við:
„Þess vegna finnst mér alltaf best að fara á trúnó í bíl. Það er líka extra gott að rúnta í Kópavogi.“
Planið er að gefa þættina út á tveggja vikna fresti og verður gestalistinn fjölbreyttur.
Hér fyrir neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni: