Bjarni Ben fór á trúnó með Ásdísi bæjó

Bjarni Benediktsson fór á rúntinn með Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra í …
Bjarni Benediktsson fór á rúntinn með Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra í Kópavogi. Samsett mynd

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi er byrjuð með þætti á YouTube.com þar sem hún rúntar um bæjarfélag sitt með skemmtilegu fólki. Bjarni Benediktsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti gesturinn í þættinum, sem eru byggðir á hinum geysivinsælu þáttum James Corden sem kallast upp á ensku „Carpool“. 

Í þættinum ræða þau opinskátt um lífið eftir pólitík, bernskuminningar úr Hamraborg og fleira. 

„Ég elska að rúnta um Kópavog og tékka á mannlífinu og uppbyggingunni hverju sinni. Það er hægt að lesa mikið í fólk á rúntinum. Það er svo berskjaldað og það náttúrulega kemst ekki neitt,” segir Ásdís og hlær og bætir við: 

„Þess vegna finnst mér alltaf best að fara á trúnó í bíl. Það er líka extra gott að rúnta í Kópavogi.“

Planið er að gefa þættina út á tveggja vikna fresti og verður gestalistinn fjölbreyttur. 

Hér fyrir neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni: 

 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda