Gammósíur sem fjarlægja appelsínuhúð

Proskins slim leggings.
Proskins slim leggings. mbl.is/Proskins

Gammósíur hafa nú þegar náð gríðarlegum vinsældum en svo virðist sem þær geti gert enn meira en að hylja fótleggi kvenna.  Framleiddar hafa verið gammósíur sem eiga að minnka appelsínuhúð og þrútna ökkla og kálfa og það eina sem þarf að gera er að klæðast þeim.  

Framleiðendur Proskions Slim Leggins segja að efnið sem buxurnar eru gerðar úr virki á svipaðan hátt og hátækni-íþróttaklæðnaður.  Þær mynda stöðugan, þéttan þrýsting sem á að auka blóðflæði í löppunum.  Þrýstingurinn og efni buxnanna kemur í veg fyrir að fitufrumur festist við vefi í lærum og rassi,  sem orsakar appelsínuhúð, og þær hægja á vökvasöfnun í kringum kálfa og ökkla. 

Koffín, e-vítamín, aloe vera og önnur efni eru ofin í efnið sem mýkir og gefur húðinni aukinn stinnleika og minnkar áhrif appelsínuhúðar. 

Franskt fyrirtæki gerði tilraun á þeim konum sem klæðast þessum undragammósíum.  Niðurstaða fyrirtækisins var sú að konurnar misstu allt að 2 cm af lærunum og 63% notenda fann fyrir minnkandi appelsínuhúð.  Tveir þriðju þeirra kvenna sem hafa notað buxurnar daglega í mánuð fundu fyrir því að gallabuxurnar þeirra voru orðnar víðar á þeim. 

Stjörnurnar láta slíkar töfralausnir ekki framhjá sér fara og hefur Danni Minouge sagt Twitter fylgjendum sínum frá Proskins buxunum og að þær væri fullkomnar til þess að klæðast þegar maður kæmist ekki í ræktina, eins og til dæmis um borð í flugvél. 

Framleiðendur Proskins hanna mikið af íþróttaklæðnaði og þannig segir framkvæmdastjórinn að þeir hafi áttað sig á að efnið sem þeir nota þar, sem hefur þjappandi eiginleika, gæti minnkað appelsínuhúð og bólgna ökkla. 

Ein afleiðing þess að klæðast buxunum eru auknar klósettferðir fyrstu vikuna en þar sem þrýstiefnið beinir vökva frá kálfunum liggur leið vökvans í auknu magni í þvagblöðruna. 

Til þess að ná sem bestum árangri er mælt með því að klæðast gammósíunum í 8 tíma á dag, í 28 daga.  Þessi mikla notkun leiðir þó ekki af sér aukinn þvott þar sem efnið inniheldur silfur og þarf því ekki að þrífa það jafn oft og hefðbundnar flíkur.

Kosturinn er líka að gammósíurnar líta eins út og gömlu góðu gammósíurnar.  Undrabuxurnar kosta 45 - 50 pund en það er um það bil 7500-9500 íslenskar krónur og hér má sjá heimasíð fyrirtækisins. 

Proskins slim leggins.
Proskins slim leggins. mbl.is/Proskins
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál