Rihanna hefur lært að elska líkama sinn

Rihanna.
Rihanna. mbl.is/AP

Söngkonan Rihanna hefur lært að sætta sig við líkama sinn og segir að engin manneskja sé alveg 100 %. Hún segir að lífið hafi kennt henni að elska sig eins og hún er. „Ég þekki enga manneskju sem er fullkomin,“ sagði Rihanna í viðtali í sjónvarpsþættinum Daybreak.

„Þú verður ánægðari með þig þegar þú gerir þér grein fyrir því að líkami þinn er eins og hann er og að þú hefur vald yfir honum sjálf. Ég hef þurft að læra mína lexíu í þessum efnum. Ég æfði mig í því að hugsa svona þegar ég var í upptökum og í framhaldinu fór ég að tileinka mér þetta viðhorf til líkamans þegar ég leit í spegilinn. Ef ég er ekki ánægð með það sem ég sé í speglinum þá er ég eina manneskjan sem get gert eitthvað í því. Það þýðir ekki að hafa holdafar á heilanum en það skiptir máli að vera meðvitaður,“ segir Rihanna.

Á dögunum sagði faðir Rihönnu, Ronald Fenty, frá því í viðtali að hann hefði beðið hana að sýna smáaðhald því honum fannst hún hafa bætt á sig þegar hún heimsótti hann til Barbados í ágúst í fyrra.

Rihanna.
Rihanna. mbl.is/AP
Rihanna.
Rihanna. mbl.is/AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál