Björgólfur Thor með Mugison-skegg

Björgólfur Thor Björgólfsson og Mugison eru með eins skegg.
Björgólfur Thor Björgólfsson og Mugison eru með eins skegg. Ljósmynd/Samsett

Fyrir hrun voru aðalspaðarnir með gelað hár og í vel pressuðum jakkafötum sem passaði vel við háglansandi innréttingar og stífbónaða lúxusjeppa. Í dag kemur Mugison-skeggið sterkt inn og aðalspaðarnir fara á reiðhjóli á milli staða.

Það að safna skeggi er alls ekki staðbundinn tískustraumur því annar hver karlmaður virðist vera farinn að safna skeggi hérlendis. Í dag mátti sjá Björgólf Thor Björgólfsson vel skeggjaðan þegar hann gekk frá sölu á Actavis til lyfjafyrirtækisins Watson. Hann lét þó ekki sjá sig í lopapeysu við þetta tilefni heldur klæddist hefðbundnum viðskiptamannajakkafötum. Það er heldur ekki vitað til þess að hann hafi mætt við undirritun samningsins á reiðhjóli.

Mugison.
Mugison. mbl.is
mbl.is