„Við erum allar svo fallegar“

Stella Leifsdóttir.
Stella Leifsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mörgum konum sem fylgjast með tískunni og vilja líta vel út finnst fatastærðin vera vandamál og finnst ekkert passa á sig,“ segir Stella Leifsdóttir, eigandi verslunarinnar Belladonna „Slagorðið okkar er Vertu þú sjálf – vertu Belladonna, því það segir svo mikið um það hvernig þú átt að klæða þig. Vertu í því sem þér líður vel í en auðvitað þarf líka að passa upp á að sniðin henti vaxtarlaginu.“ Stella bendir á að það séu til að minnsta kosti átta mismunandi tegundir vaxtarlags kvenna og þess vegna henti skiljanlega sama sniðið ekki fyrir allar konur. „Það er sérlega mikilvægt fyrir konur með mjúkar línur að finna sniðið sem passar við vaxtarlagið. Allar konar eru glæsilegar í fötum sem henta og þeim líður vel í.“

Úrval fallegs fatnaðar

„Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af vönduðum tískufatnaði í stærðum 38-58 en hjá okkur er viðskiptavinurinn alltaf aðalnúmerið,“ bendir Stella á. „Ef stærðin er 38+ gildir einu hvaða flík er um er að ræða – spariföt, hversdagsföt, ferðaföt, yfirhafnir eða bara eitthvað fallegt – við höfum úrval fallegs fatnaðar hér í versluninni.“ Að sögn Stellu flytur verslunin inn vörur frá Hollandi, Þýskalandi og Danmörku. „Hér fást föt og fylgihlutir frá yfir 20 merkjum með mismunandi áherslur. Merkin eru ólík og stíla inn á mismunandi aldurshópa, enda eru viðskiptavinirnir okkar líka á skemmtilega breiðu aldursbili. Fyrir þá sem vilja vanda valið eru rúmgóðir mátunarklefar og mjúkir leðursófar fara vel með fylgdarliðið, auk þess sem börnin una vel við sitt í barnahorninu.“

Allar konur eru fallegar

Nafn verslunarinnar er dregið af ítölsku orðunum bella og donna sem þýða „falleg kona“. „Mér finnst nafnið afar viðeigandi á verslunina því við konur erum bara allar svo fallegar. Þarna koma fallegu fötin inn í myndina; þegar þér líður vel með sjálfa þig eykst um leið sjálfsöryggið, útgeislunin verður meiri og þú verður enn fallegri kona.

Persónuleg þjónusta

Við leggjum áherslu á fjölbreytni og persónulega þjónustu og eigum mikið úrval af vönduðum vörum. Aftur á móti pöntum við jafnan lítið magn af hverri gerð, því það þurfa ekki allir að vera eins,“ minnir Stella á. „Þar sem það er oftast bara eitt eintak í hverju númeri keypt inn er þar af leiðandi minni hætta á neyðarlegum uppákomum í fjölskylduboðunum, þar sem margar mæta í sama dressinu!“ Stella bendir ennfremur á að þar sem verslunin er með svo fá eintök af hverri tegund séu breytingar örar í búðinni og nýjar sendingar teknar upp í hverri viku. „Fyrir þær sem vilja fylgjast með þessum öru breytingum og nýjum sendingum bendi ég á facebooksíðuna okkar, og einnig er hægt að skrá sig í netklúbbinn á www.belladonna.is, þar sem upplýsingum um nýjustu vörurnar, tilboðin og öðru fréttnæmu er miðlað milliliðalaust. Ég hvet konur til að kíkja inn og kynna sér úrvalið.“

Stella Leifsdóttir.
Stella Leifsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál