Eiginkonan heldur honum í formi

Hjalti Úrsus Árnason.
Hjalti Úrsus Árnason. Ljósmynd/Hilmar Gunnarsson

Vöðvatröllið Hjalti Úrsus Árnason heldur sér í formi með líkamsrækt og talar mikið við félaga sína því hann segir að þeir séu andleg ofurmenni og hafi góð áhrif á hann.

Hvað gerir þú til að halda þér í formi? Stunda líkamsrækt hjá Eldingu í Mosfellsbæ. Þar fer ég í tæki og ketilbjöllur, hita upp á hlaupabretti í 20 mínútur og lyfti í 40 mín. Svo fer ég í ketilbjöllutíma hjá konunni minni, Höllu Heimisdóttur, en hún er frábær þjálfari.

Hvað gerir þú til að viðhalda andlegri heilsu? Ekki nægilega mikið greinilega. Ég reyni að lesa glæpasögur - á ensku og íslensku og svo hef ég mikinn áhuga á tækni og vísindum. Ég tala mikið við bræður mína og félaga sem margir hverjir eru andleg ofurmenni.

Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Fisk, kjúkling og ávexti. Soðin ýsa er í miklu uppáhaldi ásamt kartöflum, smjöri og rúgbrauði. Köld appelsína úr ísskápnum er einnig góð.

Uppáhaldsmaturinn? Indverskur og lambalæri í mömmustíl með sósu, brúnuðum kartöflum og grænum baunum. Ég kynntist indverskum mat meðan á dvöl minni í Skotlandi stóð og kolféll fyrir honum.

Hugsar þú mikið um útlitið? Ætli manni sé ekki meira umhugað um heilsuna en útlitið.

Hvað gerir þú til að líta betur út? Reyni að passa mataræði og hreyfa mig.

Lumar þú á leynitrixum varðandi útlitið? Nei, ekki mikið, ég fer í klippingu og svo finnst mér gott að komast í sól. Ég er nokkuð sáttur við það sem ég fékk í vöggugjöf. Næg hreyfing og andleg gæði láta alla líta vel út.

Hvað finnst þér um fegrunaraðgerðir? Þær eru komnar út í rugl, sér í lagi þegar myndarlegar konur líta út eins og ófreskjur eftir aðgerð.

Hvað ertu með í snyrtibuddunni? Týndi henni fyrir 20 árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál