8 ráð til að vera gordjöss á myndum

Á Instagram er hægt að deila myndum af öllu mögulegu.
Á Instagram er hægt að deila myndum af öllu mögulegu.

Í allri Instragram-, Twitter- og Facebook-menningunni skiptir máli að líta vel út á öllum myndunum sem vinir þínir eru taka og pósta jafnóðum daginn út og daginn inn. Stundum erum við alveg ferlega illa upplagðar og þá getur verið gott að geta gripið til leynitrixa sem leysa öll heimsins vandamál. Með því að farða þig rétt getur þú verið eins og Linda Pé á öllum myndum.

1. Berðu á þig gott andlitskrem og nuddaðu því vel inn í húðina og ofan í allar misfellur.

2. Fjárfestu í góðum baugahyljara. Ef teknar eru af þér litmyndir skiptir mestu máli að hyljarinn sé með bleikum eða ferskjulituðum tónum en ef um svarthvítar myndir er að ræða þarf hyljarinn að vera með gulum tónum. Ekki meika þig undir augun heldur berðu á þig hyljara.

3. Notaðu laust púður með lit, alls ekki púður sem verður glært þegar það kemur á húðina. Þetta glæra gerir ekkert fyrir þig í myndatökum.

4. Skyggðu andlitið vel. Lögun andlitsins á það til að virðast minni á myndum. Þess vegna skiptir máli að skyggja andlitið með sólarpúðri. Settu dekkri lit í kringum hárlínuna og ýktu kinnbeinin með sólarpúðri. 

5. Settu ljósan og lokkandi kinnalit í kinnarnar og mundu að brosa þegar þú berð hann á svo kinnaliturinn lendi örugglega á réttum stað.

6. Skyggðu augnlokin með sandlituðum augnskuggum og notaðu frekar dökkbláan augnblýant, dökkgráan eða brúnan en svartan. Sá svarti verður allt of Grimmhildarlegur á myndum.

7. Berðu á þig ljósbleikan varalit og notaðu varalitablýant í sama lit til að móta varirnar betur.

8. Steinefnapúðrið frá Make Up Store kemur vel út á myndum og er gott að bursta það vel yfir ennið, nefið, hökuna og kinnbeinin.

Instagram.
Instagram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál