Þjóðlegt hjá Farmers Market

Það var ekki laust við að þjóðlegur andi svifi yfir vötnum á sýningu Farmers Market á Reykjavík Fashion Festival á laugardag.

Sýningin var mikið sjónarspil en fyrirsæturnar gengu eftir pallinum við lifandi tónlist, með eitt stykki íslenskan foss í bakgrunni. Var hún allt í senn, töff, hlý og töfrandi, og kom því vel til skila að það er engin ástæða til að láta sér verða kalt þótt maður vilji vera töff enda ullin á við gull - ekki síst í samblandi við feldi, silki og önnur efni.

Við leyfum myndunum að segja sína sögu.

mbl.is