Langar í „ráááááándýra statement tösku“

Uppáhalds lime skyrtan frá Eight Sixty, buxur, taska og skór …
Uppáhalds lime skyrtan frá Eight Sixty, buxur, taska og skór úr Zara, skór í hilum frá Aldo. mbl.is/Styrmir Kári
<span>Nafn:</span><span>  </span><span>Þórunn Ívarsdóttir</span> <span>Aldur: 23 ára</span> <span>Starf: Stílisti, <a href="http://www.double-pizzazz.com/" title="tískublogg">tískubloggari </a>og vinn í Zara á daginn! </span> <span> </span> <span><strong>Getur þú lýst þínum fatastíl?</strong> Fatastílinn minn er búinn að vera að þróast mjög hratt síðastliðin tvö ár og hann tekur mismunandi stefnur á hverjum degi. </span> <span><br/></span> <span><strong>Fyrir hverju fellur þú yfirleitt fyrir?</strong> Ég er búin að vera sjúk í skyrtur upp á síðkastið og held að ég eigi alla liti núna og mynstur. Uppáhalds skyrtan mín er þessi lime græna, elska þennan lit. Carey Muligan er einmitt í þessum lit framan á nýjasta Vogue (þá veit maður að maður valdi rétt, er það ekki?)</span> <strong><br/></strong> <span><strong>Hvað er nauðsynlegt að eiga í fataskápnum sínum?</strong> Nóg af buxum. Ég held það sé mjög algengt að konur geti ekki raðað saman fötum því þær hafa ekki nóg af buxum til að raða öllum toppunum sínum við og svo öfugt. Það þarf að vera gott jafnvægi á milli. Ekki kaupa bara skyrtur og eiga svo engar buxur til að geta búið til mismunandi „look“. Ég þoli ekki þegar tvær flíkur festast saman og þú þarft alltaf að vera í þeim saman. Ég fæ oft hugljómun þegar ég er úti að snattast um bæinn og fatta allt í einu að ég geti notað grænu hermannabuxurnar við hvíta peplum toppinn minn.</span> <strong><br/></strong> <span><strong>Hvaða mistök gera konur í klæðaburði?</strong> Konur á Íslandi klæðast yfirleitt of litlum eða of stórum fötum. Maður á aldrei að vera óhræddur við að máta stærðinni minna eða stærra því það er bara svo mismunandi á milli fyrirtækja hvernig stærðirnar eru. Aldrei að festast í því að þú sért alltaf í small. Ég á föt frá S og upp í L. </span> <strong><br/></strong> <span><strong>Hvað dreymir þig um að eignast?</strong> Ég væri að ljúga ef ég myndi ekki segja að mig langaði í einhverja „ráááááándýra statement tösku“sem ég gæti geymt egóið í. Eins og t.d. eina litla </span><a href="https://cas.mbl.is/owa/redir.aspx?C=hhMg8-JkWk-3xzV03bW2sAFPpDE7I9AIkSS1wqx4OMpBlWEFLmVm9cd9Hgi8fKFjwBJYkSus3Uw.&amp;URL=http%3a%2f%2fwww.net-a-porter.com%2fproduct%2f313016" target="_blank"><span>Proenza Schouler</span></a><span> og eina stærri Philip Lim tösku.</span> <strong><br/></strong> <span><strong>Hver er dýrasta flíkin í fataskápnum þínum?</strong> Akkurat þessa stundina er ekkert mikið dýrt í skápnum. Það eru helst gleraugun á nefinu á mér sem ég splæsti í nýlega.</span> <strong><br/></strong> <span><strong>Hvað vantar í fataskápinn þinn?</strong> Mig langar í mynstraðar silkibuxur, en ég er enn að leita af hinum fullkomnu.</span> <strong><br/></strong> <span><strong>Hver er best klædda kona í heimi?</strong> Uppáhalds bloggararnir mínir Aimee Song (</span><a href="https://cas.mbl.is/owa/redir.aspx?C=hhMg8-JkWk-3xzV03bW2sAFPpDE7I9AIkSS1wqx4OMpBlWEFLmVm9cd9Hgi8fKFjwBJYkSus3Uw.&amp;URL=http%3a%2f%2fwww.songofstyle.com" target="_blank"><span>www.songofstyle.com</span></a><span>), Julie Sarinana (</span><a href="https://cas.mbl.is/owa/redir.aspx?C=hhMg8-JkWk-3xzV03bW2sAFPpDE7I9AIkSS1wqx4OMpBlWEFLmVm9cd9Hgi8fKFjwBJYkSus3Uw.&amp;URL=http%3a%2f%2fwww.sincerelyjules.com" target="_blank"><span>www.sincerelyjules.com</span></a><span> og Kristina Bazan (</span><a href="https://cas.mbl.is/owa/redir.aspx?C=hhMg8-JkWk-3xzV03bW2sAFPpDE7I9AIkSS1wqx4OMpBlWEFLmVm9cd9Hgi8fKFjwBJYkSus3Uw.&amp;URL=http%3a%2f%2fwww.kayture.com" target="_blank"><span>www.kayture.com</span></a><span>). Þær veita mér innblástur á hverjum einasta degi og ég fæ oft góðar hugmyndir frá þeim um hvernig ég geti raðað hinu og þessu saman í fataskápnum.</span> <strong><br/></strong> <span><strong>Í hvað myndir þú aldrei fara?</strong> Aladín buxur!</span> <strong><br/></strong> <span><strong>Eru einhver tískuslys í fataskápnum þínum?</strong> Já hellingur!!! Maður á ekki að skammast sín fyrir það.</span> <strong><br/></strong> <span><strong>Hvað finnst þér mest heillandi í vor-og sumartískunni?</strong> Allir litirnir, blómamynstrin og statement jakkarnir.</span> <span><br/></span> <span><strong>Ef þú myndir vinna milljón í Happdrætti DAS, hvað myndir þú kaupa þér?</strong> Vann ég bara miljón? Ég held að ég yrði hundskömmuð ef þetta færi ekki allt í að borga niður námslánin en ég myndi samt kannski splæsa í eitt nýtt skópar.</span>
Peplum bolur úr Lindex og hálsmen frá Zara.
Peplum bolur úr Lindex og hálsmen frá Zara. mbl.is/Styrmir Kári
Skyrta og buxur úr Zara.
Skyrta og buxur úr Zara. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
Kjóllinn er frá Zara.
Kjóllinn er frá Zara. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/AFP
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
Röndóttur blómabolur/kjóll, leðurjakki og buxur úr Zara. Skór úr Forever21.
Röndóttur blómabolur/kjóll, leðurjakki og buxur úr Zara. Skór úr Forever21. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is