Jakkafötin voru keypt í neyð

Brynjar Níelsson í jakkafötum sem hann keypti í Brussel þegar …
Brynjar Níelsson í jakkafötum sem hann keypti í Brussel þegar töskurnar týndust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í gærkvöldi flutti forsætisráðherra stefnuræðu sína og var þingheimur prúðbúinn í tilefni þess. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, klæddist fötum frá Oliver Grant. Hann segir að þessi jakkafatakaup hafi ekki komið til af góðu.

„Þessi föt keypti ég í Brussel og það kom ekki til af góðu. Var að fara á fund en töskurnar komu ekki með vélinni og ég hafði því hálftíma til að fara út í búð og kaupa jakkaföt, skyrtu, bindi og skó. Fötin eru merkt Oliver Grant og ég veit ekki meir um það merki. Ég er landsþekkt drusla þegar kemur að klæðaburði en er í meðferð við því um þessar mundir,“ segir Brynjar í samtali við Smartland. 

mbl.is

Bloggað um fréttina