Tilvalin brúðarförðun

Jessica Biel á Cannes hátíðinni
Jessica Biel á Cannes hátíðinni mbl.is/AFP

Jessica Biel var óaðfinnanleg á rauða dreglinum í Cannes en förðunarfræðingurinn Lisa Eldridge á heiðurinn af þeirri látlausu en glæsilegu förðun sem Biel skartaði.

Förðunin passaði fullkomlega við glæsilegan Marchesa kjól sem Biel klæddist en kjóllinn minnti óneitanlega á brúðarkjól. Eldridge segir þessa förðun einmitt vera tilvalda brúðarförðun.

Eldridge mælir með að velja farða sem inniheldur ekki sólarvörn fyrir stóra daginn en slíkt meik myndast illa þar sem sólarvörn endurkastar flassinu.

„Berðu farðann einnig á hálsinn og bringuna og blandaðu honum vel inn í húðina,“ segir Eldridge sem mælir með að nota stóran hreinan bursta til að strjúka yfir húðina eftir að meikið er borið á til að ábyrgjast fullkomna áferð.

Eldridge notaði “primer“ á augnlok Biel en hann eykur endingu augnskuggans til muna. Því næst strauk hún ljósbrúnum augnskugga yfir allt augnlokið og mótaði svo augun með dekkri augnskugga en hún telur búna tóna fara flestum vel. „Ég nota augnskugga áður en ég set hyljara undir augun ef ske kynni að augnskugginn myndi hrynja niður á húðina.“

Næsta skref er að bera hyljara undir augun og á bólur ef viðkomandi hefur einhverjar. Eldridge mælir með að nota örmjóan bursta til að bera þekjandi hyljara á bólur.

„Þær sem eru með feita húð þurfa að púðra yfir allt andlitið og hafa svo púðrið í töskunni yfir allan daginn,“ segir Eldridge sem segir púðrið gefa lýtalausa og matta áferð.

Til að fullkomna útlitið notar Eldridge nokkur stök gerviaugnhár og vatnsheldan augnlínupenna og maskara.

Að lokum minnir Eldridge á að „minna er meira“.

Förðunarfræðinguinn Lisa Eldridge farðaði Jessicu Biel fyrir Cannes
Förðunarfræðinguinn Lisa Eldridge farðaði Jessicu Biel fyrir Cannes mbl.is/AFP
Jessica Biel
Jessica Biel mbl.is/AFP
Jessica Biel í kjól frá Marchesa
Jessica Biel í kjól frá Marchesa mbl.is/AFP
mbl.is