Nýtt krem í UNA-fjölskyldunni

UNA fjölskyldan í heild sinni.
UNA fjölskyldan í heild sinni.

Nýjasta viðbótin í UNA-húðvörulínuna er augnkrem sem heitir UNA skincare marine bioactive ultra rich eye cream. Kremið kom í verslanir í seinustu viku við mikla ánægju viðskiptavina.

Augnkremið er hannað til að vinna á húðinni í kringum augun og inniheldur m.a. lífvirk efni sem unnin eru úr íslenskum sjávarþörungum (Fucus vesiculosus) ásamt öðrum öflugum og virkum sérvöldum innihaldsefnum. Innihaldsefni kremsins eru meðal annars Palmitoyl Tripeptide-38 (dregur úr hrukkum á augnsvæði), hýalúrónsýru, blaðliljusaft, jurtaglýserín (rakaefni) og jojoba-olía.

Augnkreminu er pakkað í loftþéttar umbúðir með pumpu sem sjá til þess að kremið haldist alltaf ferskt.

UNA-húðvörurnar eru íslensk framleiðsla og henta öllum húðgerðum. Kremin eru án ilm- og litarefna og eru ekki prófuð á dýrum.

Augnkremið er nýjasta viðbótin í UNA fjölskylduna.
Augnkremið er nýjasta viðbótin í UNA fjölskylduna.
mbl.is