Hætti að drekka og varð miklu sætari

Laura Hogarth, 40 ára tveggja barna móður til að sleppa …
Laura Hogarth, 40 ára tveggja barna móður til að sleppa því að drekka áfengi í einn mánuð.

Oft hugsum við um það hvaða afleiðingar eitt glas af víni getur haft á þyngdaraukningu en hugsum minna um hvaða afleiðingar áfengisneysla getur haft á heilsuna og útlitið.

Daily Mail fékk Lauru Hogarth, 40 ára tveggja barna móður, til að sleppa því að drekka áfengi í einn mánuð.  

Fyrir drakk Hogarth um 15 einingar af áfengi á viku, sem samsvarar um fimm stórum glösum af víni en það er einu glasi ofaukið við það sem konum er ráðlagt að drekka á viku.

Nútímakonur ætla að fá sér eitt vínglas með mat eða eftir erfiðan dag en enda oft í tveimur til þremur glösum á dag.

Margar myndu þó eflaust hugsa sig tvisvar um þegar hellt væri í annað glas ef þær vissu hvaða áhrif áfengisneysla hefur, ekki aðeins á heilsuna heldur líka á útlitið.

Þegar Hogarth sá fyrstu myndina af sér var henni brugðið: „Úff, þessi mynd er hræðileg. Ég lít mjög illa út. Húðin á mér er rauð og flekkótt alveg niður á háls. Auk þess er ég glansandi á enninu og nefinu og með þurrkubletti á hálsinum,“ sagði Hogarth.

Hún sagðist ekki muna eftir því að húðin hefði verið slæm áður og fannst henni húðin vera slæm allsstaðar á líkamanum, ekki bara í andlitinu en eftir því sem dagarnir liðu sá hún strax stórkostlegan mun á sér. „Það sem kemur mér líka skemmtilega á óvart eru augun í mér en þau eru skærari og ég hafði aldrei pælt í því að þau væru dauf fyrir.“

„Alkóhól hefur þau áhrif á húðina að hún verður rauð og flekkótt. Það getur tekið nokkrar vikur fyrir æðarnar að dragast saman að fullu og roðann til að hverfa,“ sagði Nick Lowe húðlæknir. Þegar þú drekkur áfengi þenjast æðarnar út „en ef þú drekkur reglulega í mörg ár og sérstaklega stærri einingar þá áttu það á hættu að æðarnar þenjist út og dragi sig ekki saman sem hefur áhrif á húðina til frambúðar,“ sagði Lowe. 

Í viku tvö fann Hogarth mikinn mun á sér og sagðist sofa betur og þurfa sjaldnar að vakna á nóttunni. „Áður fyrr vaknaði ég einu sinni eða tvisvar hvort sem ég var að drekka eða ekki en núna sef ég eins og ungabarn.“ Hún sagðist líka gera minna af því að borða á milli mála en vanalega langaði hana alltaf í snakk og vínglas en með því að fá sér glas af sódavatni með límónu fengi hún ekki þá tilfinningu að langa í ruslfæði.

Í annarri viku var húðin á henni líka betri, kinnarnar á henni voru fylltari en hún var enn með roða í andlitinu en ekki eins áberandi og áður.

„Það hljómar illa en áður fyrr er ég var að fara úr sokkabuxunum eða buxunum tók ég oft eftir dauðu skinni en nú er það vandamál nánast úr sögunni,“ sagði hún.  Lowe sagði að það væri mikil breyting á húðinni í viku þrjú og að Hogarth væri mikið heilbrigðari í útliti auk þess sem hún liti út fyrir að hafa grennst. Þess má geta að í einu vínglasi eru um 185 hitaeiningar.

Í viku fjögur var Hogarth farin að finna stórkostlegan mun á sér. „Ég fæ sjaldnar hausverk og er með miklu meiri orku. Varirnar eru ekki eins þurrar. Áður fyrr fékk ég frunsu í næstum hverri viku en eftir að ég hætti að drekka hef ég ekki fengið eina einustu frunsu.“ Auk þess missti hún rúmt kíló á þessum mánuði og líður í það heila mikið betur.

Það er því óhætt að segja að ókostirnir við að drekka eru ekki bara þeir að vera timbraður heldur eru þeir fleiri og alvarlegri.

HÉR má sjá fleiri myndir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál