„Það er erfitt að hanna föt fyrir konur í yfirstærðum“

Fyrirsætan Tara Lynn.
Fyrirsætan Tara Lynn. Ljósmynd/ELLE

Fyrirsæta í yfirstærð opnaði sig og segir sína skoðun á mismunandi líkamsgerðum í tískuiðnaðinum.

Tara Lynn, sem hefur setið fyrir í franska Elle, ítalska Vogue, sagði nýlega í viðtali við spænska Elle að það væri erfitt að hanna föt á konur í yfirstærðum.

„Það er erfitt að hanna föt sem líta vel út á konum í yfirstærðum. Því meiri sem fitan er á líkamanum þeim mun meiri breytileiki er á líkamanum.“

Fyrirsætan er í stærð 16 og prýðir forsíðu spænska Elle. Hún sagði að henni fyndist það eðlilegt að fataverslanir notuðu grannar fyrirsætur til að selja fötin.

En þegar kemur að því að auglýsa ilmvötn eða snyrtivörur sagði hún að þar giltu önnur lögmál. „Mér finnst frábært fyrir fólk að sjá mismunandi andlit og fólk í auglýsingum svo að fólki finnist það ekki eiga að vera á einhvern ákveðin hátt.“

Það var ekki fyrr en Lynn fór í háskóla að hún fór að kunna meta lögulegar línur sínar. „Eftir því sem maður eldist, áttar maður sig á því að maður þarf ekki að vera og hugsa eins og allir hinir.“

Lynn segir að henni finnist það ekki pirrandi þegar fólk notar orðið yfirstærð þar sem að það sé einungis góð leið til fyrir alla sem eru í mismunandi stærðum að finna réttu stærðina fyrir sig.

Hún segist þó vonast til þess að það verði ekki eins fágætt og það er í dag að sjá fyrirsætur í yfirstærð sem andlit herferða eða á forsíðum tímarita.

„Ljósmyndarar vilja taka myndir af okkur og vita að það er ekki aðeins gert til að auglýsa eitthvað. Þeir eru spenntir fyrir því að mynda líkama okkar.“

Fyrirsætan Tara Lynn er á forsíðu spænska ELLE.
Fyrirsætan Tara Lynn er á forsíðu spænska ELLE. Ljósmynd/ELLE
Fyrirsætan Tara Lynn.
Fyrirsætan Tara Lynn. Ljósmynd/ELLE
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál