„Það er allt í lagi að vera púkó“

Mæðgurnar Hafdís og Heiðdís eru virkilega smart.
Mæðgurnar Hafdís og Heiðdís eru virkilega smart. mbl.is/Rósa Braga

Mæðgurnar Heiðdís Chadwick Hlynsdóttir 20 ára og Hafdís Óskarsdóttir 50 ára eru sannkallaðar tískumæðgur.

Heiðdís útskrifaðist úr Menntaskólanum við Hamrahlíð síðasta vor og er þessa dagana að vinna sem sundlaugavörður í Lágafellslaug, Mosfellsbæ, en hún er að safna peningum til þess að geta lært leiklist erlendis. Móðir hennar Hafdís er einnig gamall MH-ingur og er höfuðbeina- og spjaldhrygg-jafnari en starfar sem hundaeftirlitsmaður Mosfellsbæjar.

Hafið þið mæðgur líkan smekk?

Heiðdís: „Stundum, þá samt oftast þegar við erum í hversdagsklæðunum okkar. Við eigum það báðar til að klæðast fötum í náttúrulegum litum og í rokkaraskónum okkar.“

Hafdís: „Já, nokkuð oft.“

Gangið þið í fötum hvor af annarri?

Heiðdís: „Það hefur komið fyrir. Það leynist svo margt flott og klassískt í fataskápnum hennar mömmu.

Hafdís: „Já, frekar Heiðdís af mér.“

Kemur ekki fyrir að önnur tímir ekki að lána hinni eitthvað?

Hafdís: „Það hefur aldrei gerst... er það?“

Heiðrún: „Jú algjörlega, það hefur komið fyrir. Eins og þegar ég er nýbúin að kaupa mér eitthvað. Eins og þegar ég keypti mér flottu brúnu hestaskóna úr Timberland og mamma mátaði þá. Þá sagði ég ítrekað við hana að hún mætti sko EKKI nota þá. En svo kom það fyrir að þegar ég ætlaði að fara í þá þá fann ég þá hvergi því hún var víst í þeim.“

Berið þið fatakaupin hvor undir aðra áður en þau eiga sér stað?

Hafdís: „Já, mjög oft.“

Heiðdís: „Stundum skoða ég föt sem ég veit að mömmu myndi ekki finnast flott og þá hætti ég yfirleitt við að kaupa flíkina. Hins vegar ef ég finn eitthvað sem ég veit að mamma fílar þá ber ég flíkina undir hana.“

Notið þið sama skónúmer?

Heiðdís: „Já! Er reyndar með aðeins stærri fót, en ég meina...“

Hafdís: „Já stærð 38-39.“

Skiptist þið á skóm?

Heiðdís: „Já, stundum.“

Hafdís: „Já, það kemur fyrir.“

Kemur fyrir að önnur ykkar hefur sterkar skoðanir á því að eitthvað fari hinni ekki vel?

Hafdís: „Nei.“

Heiðdís: „Nei, eiginlega ekki.“

Kemur fyrir að annarri ykkar finnst hin svo púkó að hún vilji ekki fara með henni út?

Heiðdís: „Ekki hjá mér! Þrátt fyrir að mamma væri púkó þá myndi ég bara leyfa henni það. Hún er það ekki. það er gott. Hún getur verið mjög smart.

Hafdís: „Aldrei! Okkur finnst allt í lagi að vera púkó. Ef mér finnst ég rosalega groddaleg til fara þá finnst Heiðdísi það bara töff.“

Heiðdís ætlar að verða leikkona í framtíðinni.
Heiðdís ætlar að verða leikkona í framtíðinni. mbl.is/Rósa Braga
Hafdís segir að hún og dóttir hennar Heiðrún eigi það …
Hafdís segir að hún og dóttir hennar Heiðrún eigi það til að klæðast fötum í náttúrulegum litum við rokkaraskóna. mbl.is/Rósa Braga
Skóna sem Heiðdís klæðist keypti hún í Lundúnum.
Skóna sem Heiðdís klæðist keypti hún í Lundúnum. mbl.is/Rósa Braga
Heiðdís með fallegt hálsmen sem hún keypti í sumar á …
Heiðdís með fallegt hálsmen sem hún keypti í sumar á Grikklandi. mbl.is/Rósa Braga
Skórnir sem Hafdís klæðist eru frá Bosanova.
Skórnir sem Hafdís klæðist eru frá Bosanova. mbl.is/Rósa Braga
Skóna keypti Hafdís í Bossanova.
Skóna keypti Hafdís í Bossanova. mbl.is/Rósa Braga
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál