Hefur notað sömu snyrtivörur í 25 ár

Þóra Ólafsdóttir listförðunarfræðingur hefur starfað við fagið í 25 ár.
Þóra Ólafsdóttir listförðunarfræðingur hefur starfað við fagið í 25 ár. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þóra Ólafsdóttir listförðunarfræðingur hefur starfað við fagið í 25 ár. Nú er hún að fara af stað með námskeið ásamt Rögnu Fossberg förðunarmeistara sem starfar hjá Sjónvarpinu. Saman ætla þær að kenna konum réttu trixin þegar kemur að förðun en námskeiðin eru haldin hjá Fashion Academy Elite.

„Þetta er frábært námskeið fyrir saumaklúbba, konur sem eru að fara á árshátíðir og þorrablót, nú og þær flugfreyjur sem vilja hópa sig saman og mæta galvaskar til okkar og fá fræðandi kennslu sem nýtist þeim daglega við störf og leik,“ segir Þóra.

Hver er galdurinn við að draga fram fegurðina þegar förðun er annars vegar? Fegurðin liggur í grunni andlitsins, mikilvægt að velja sér vandaðar og profesional vörur. Ég nota alltaf Make Up Forever snyrtivörur. 

Hvað notar þú á andlitið á þér dagsdaglega? Vatn, gott rakakrem, léttan farða, sólarpúður, augnblýant maskara og varalit/gloss.

Hver finnst þér vera mikilvægasta snyrtivaran? Grunnurinn, nú auðvitað Make up Forever, sem ég hef notað í 25 ár og dæmið svo.

Hvert er besta bjútítrix allra tíma? Hirða vel húðina, drekka mikið vatn helst Icelandic glacial water. Svo skiptir máli að sofa vel, vera jákvæð og með skemmtilegan húmor. 

Hvað ertu með í snyrtibuddunni þinni? Allt milli himins og jarðar. Þeir sem þekkja mig vita hvað það er, en það er til dæmis varalitur eða gloss, sólarpúður, augnblýanta penslar svo eitthvað sé nefnt.

Þurfa konur að farða sig öðruvísi eftir að þær eldast? Já, svo sannarlega. Ýmislegt ber að hafa í huga. Það er betra fyrir eldri konur að nota léttan farða því það er svo auðvelt að nota of mikið af honum. 

Hér er Þóra með pensilinn á lofti.
Hér er Þóra með pensilinn á lofti. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál