Mikið í sömu fötunum

Angela Merkel var mætt til Brasilíu á leik Þýskalands og …
Angela Merkel var mætt til Brasilíu á leik Þýskalands og Portúgals í riðlakeppni HM í síðasta mánuði. Hér sést hún með Michel Platini forseta UEFA og Sepp Blatter forseta FIFA. AFP

Ríka og fræga fólkið passar mjög vel upp á að mæta nánast aldrei opinberlega í sama klæðnaðinum tvisvar en eitthvað hefur kanslari Þýskalands, Angela Merkel, farið á mis við þau tískuráð.

Merkel hefur margoft sést í sama klæðnaði á hinum og þessum viðburðum, hvort sem það eru hátíðir, óperur eða aðrir opinberir viðburðir. Á þeim viðburðum hafa að sjálfsögðu verið ljósmyndarar sem hafa fest þessi tískumistök kanslarans á filmu og deilt með heiminum.

Um er að ræða marglita túrkisbláa túniku, en hún hefur klæðst henni reglulega opinberlega síðustu átján árin.

Nú síðast sást hún í flíkinni á Salzburg-hátíðinni sem fram fór í vikunni en danska vefsíðan Bild birti grein þess efnis að hún hefði sést í þeirri sömu túniku árið 2009 á sömu hátíð. Árin 2002 og 1996 mætti hún einnig í flíkinni góðu á aðra hátíð, Wagner-hátíðina í Bayreuth.

Árin 2008 og 2012 mætti Merkel svo í sama dökkbláa galakjólnum á Bayreuth-hátíðina en árið 2012 náðust myndir af henni í galakjólnum þar sem sást glitta í stutta sokka undan kjólnum þegar vindur lék um kjólinn. Flestar konur hefðu líklega verið í nælonsokkabuxum við sama tilefni.

Árin 2013 og 2014 mætti hún einnig í sömu bláu dragtinni á Bayreuth-hátíðina. HÉR má sjá fleiri myndir af klæðnaði kanslarans.

Angela Merkel, Kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, Kanslari Þýskalands. mbl.is/AFP
Helle Thorning-Schmidt og Angela Merkel.
Helle Thorning-Schmidt og Angela Merkel. AFP
Angela Merkel og Joseph Blatter.
Angela Merkel og Joseph Blatter. AFP
Angela Merkel og eiginmaður hennar Joachim Sauer mæta á Bayreuth …
Angela Merkel og eiginmaður hennar Joachim Sauer mæta á Bayreuth Wagner hátíðina. mbl.is/AFP
Angela Merkel og Francois Hollande.
Angela Merkel og Francois Hollande. mbl.is/AFP
Í bláu dragtinni.
Í bláu dragtinni. mbl.is/AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál