„Sjálfsöryggi er bjútífúl“

Kristín B. Bergmann.
Kristín B. Bergmann. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Snyrtifræðingurinn Kristín B. Bergmann starfar sem kennari í Reykjavík Fashion Academy, hún lumar á ótal góðum ráðum varðandi húðumhirðu og fegurð. Hún segir til að mynda mikilvægt að fólk læri að þekkja sína húðgerð.

„Við viljum velja krem og aðrar snyrtivörur sem henta okkar húðgerð fyrst og fremst. Við viljum, með notkun krema, halda húðinni í jafnvægi og fyrirbyggja skemmdir og ótímabæra öldrun húðarinnar. Við skulum ekki gleyma að húðin er okkar stærsta líffæri og þess vegna er mikilvægt að hugsa vel um hana,“ útskýrir Kristín en hennar uppáhalds vörur eru frá Janssen Cosmetics. „Þær vörur eru að slá í gegn. Ég kynntist þeim þegar ég starfaði í Noregi og varð gjörsamlega ástfangin,“ segir Kristín og minnir áhugasama á að kynna sér námið í RFA en núna stendur yfir skráning í snyrtifræðinámið.

„Fólk á það til að nota snyrtivörur sem henta ekki þeirra húðgerð og mæta þess vegna ekki þörfum húðarinnar hverju sinni. Þetta getur valdið ýmsum kvillum, óþægindum og jafnvel varanlegum skaða.“

„Við myndum aldrei bóna skítugan bíl“

Kristín segir fólk vera eins misjafnt og það er margt og því henta sömu hlutir ekki öllum. „Við erum öll svo misjöfn og þess vegna er ómögulegt að negla niður hvenær fólk á að byrja að nota virk eða virkari krem. Að sjálfsögðu viljum við eldast vel og því er gott að byrja að hugsa um virkni krema í kringum þrítugsaldurinn,“ segir Kristín og minnir á að krem eru fáanleg með mismikilli virkni.“

„Oft eyðum við óþarfa miklum pening í hinar og þessar vörur sem eru svo kannski ekki að gera neitt fyrir okkur. Það margborgar sig, bæði fyrir budduna og húðina að leita ráðlegginga hjá fagfólki og finna þannig réttu vörurnar.“

Kristín segir mikilvægt að fólk þrífi húðina bæði kvöld og morgna, hvort sem fólk notar farða eða ekki. „Þannig hreinsum við burt óhreinindi og ryk og stuðlum að endurnýjun húðarinnar. Þetta er ekki síst mikilvægt vegna þess að við viljum fá sem mest út úr húðkremunum sem við notum. Það er rosalega fúlt að eiga fínt og flott krem sem virkar ekki eins og ætla mætti vegna þess að óhreinindi liggja á húðinni. Við myndum aldrei bóna skítugan bíl, er það nokkuð?“

„Besta fegrunarráð í heimi er að vera sátt í eigin skinni, sjálfsöryggi er bjútífúl,“ segir Kristín aðspurð að því hvert er hennar uppáhalds fegrunarráð. „Setjum okkur sjálf í fyrsta sæti, drekkum vatn og hreyfum okkur. Og síðast en ekki síst, notum góðar snyrtivörur því við eigum það besta skilið, ekki satt?“

Vörurnar frá Janssen Cosmetics eru í uppáhaldi hjá Kristínu.
Vörurnar frá Janssen Cosmetics eru í uppáhaldi hjá Kristínu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál