„Sjálfsöryggi er bjútífúl“

Kristín B. Bergmann.
Kristín B. Bergmann. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Snyrtifræðingurinn Kristín B. Bergmann starfar sem kennari í Reykjavík Fashion Academy, hún lumar á ótal góðum ráðum varðandi húðumhirðu og fegurð. Hún segir til að mynda mikilvægt að fólk læri að þekkja sína húðgerð.

„Við viljum velja krem og aðrar snyrtivörur sem henta okkar húðgerð fyrst og fremst. Við viljum, með notkun krema, halda húðinni í jafnvægi og fyrirbyggja skemmdir og ótímabæra öldrun húðarinnar. Við skulum ekki gleyma að húðin er okkar stærsta líffæri og þess vegna er mikilvægt að hugsa vel um hana,“ útskýrir Kristín en hennar uppáhalds vörur eru frá Janssen Cosmetics. „Þær vörur eru að slá í gegn. Ég kynntist þeim þegar ég starfaði í Noregi og varð gjörsamlega ástfangin,“ segir Kristín og minnir áhugasama á að kynna sér námið í RFA en núna stendur yfir skráning í snyrtifræðinámið.

„Fólk á það til að nota snyrtivörur sem henta ekki þeirra húðgerð og mæta þess vegna ekki þörfum húðarinnar hverju sinni. Þetta getur valdið ýmsum kvillum, óþægindum og jafnvel varanlegum skaða.“

„Við myndum aldrei bóna skítugan bíl“

Kristín segir fólk vera eins misjafnt og það er margt og því henta sömu hlutir ekki öllum. „Við erum öll svo misjöfn og þess vegna er ómögulegt að negla niður hvenær fólk á að byrja að nota virk eða virkari krem. Að sjálfsögðu viljum við eldast vel og því er gott að byrja að hugsa um virkni krema í kringum þrítugsaldurinn,“ segir Kristín og minnir á að krem eru fáanleg með mismikilli virkni.“

„Oft eyðum við óþarfa miklum pening í hinar og þessar vörur sem eru svo kannski ekki að gera neitt fyrir okkur. Það margborgar sig, bæði fyrir budduna og húðina að leita ráðlegginga hjá fagfólki og finna þannig réttu vörurnar.“

Kristín segir mikilvægt að fólk þrífi húðina bæði kvöld og morgna, hvort sem fólk notar farða eða ekki. „Þannig hreinsum við burt óhreinindi og ryk og stuðlum að endurnýjun húðarinnar. Þetta er ekki síst mikilvægt vegna þess að við viljum fá sem mest út úr húðkremunum sem við notum. Það er rosalega fúlt að eiga fínt og flott krem sem virkar ekki eins og ætla mætti vegna þess að óhreinindi liggja á húðinni. Við myndum aldrei bóna skítugan bíl, er það nokkuð?“

„Besta fegrunarráð í heimi er að vera sátt í eigin skinni, sjálfsöryggi er bjútífúl,“ segir Kristín aðspurð að því hvert er hennar uppáhalds fegrunarráð. „Setjum okkur sjálf í fyrsta sæti, drekkum vatn og hreyfum okkur. Og síðast en ekki síst, notum góðar snyrtivörur því við eigum það besta skilið, ekki satt?“

Vörurnar frá Janssen Cosmetics eru í uppáhaldi hjá Kristínu.
Vörurnar frá Janssen Cosmetics eru í uppáhaldi hjá Kristínu.
mbl.is

Jakkinn hennar Díönu kominn í móð

21:59 Díana prinsessa klæddist gráum jakka úr ullarefni með svörtum efri kraga þegar hún mætti til að sinna góðgerðarmálum árið 1984. Jakkinn var tvíhnepptur og undir honum var hún í hvítri skyrtu og með svarta slaufu. Meira »

Hvaða smáforrit bjarga lífinu?

18:00 Flestir eru sammála um það að notkun snjallsíma getur aukið verulega áreiti í hinu daglega lífi og vilja sumir meina að síminn dreifi athyglinni frá því sem skiptir máli, þ.e. að vera í núinu og njóta stundarinnar. Meira »

Ekki nota jólgjöfina til að umbuna

15:00 Stjórnendur eru ekki öfundsverðir af því hlutskipti að þurfa að velja hina fullkomnu jólagjöf fyrir heilan vinnustað. Ef gjöfin heppnast vel má reikna með að hún auki starfsánægju og komi starfsfólkinu í jólaskap, en mislukkist gjafavalið má eiga von á gremju og fýlu. Meira »

Felur þreytuna með rétta trixinu

12:00 Breytt förðun Meghan hertogaynju á dögunm bendir til þess að hún sé að reyna fela þreytuna með réttu trixunum að sögn förðunarfræðings. Meira »

Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

09:00 „Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju vændi er löglegt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu eins og hefur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er löglegt í mörgum löndum eins og Hollandi, þar sem sagan mín gerist að hluta til, þrátt fyrir að yfir starfsgreininni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lítur samfélagið samt niður á vændiskonur.“ Meira »

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

05:30 Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

Í gær, 23:47 Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

í gær „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

í gær Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

í gær Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

í gær „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

í gær Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »

„Fatnaður er strigi innra ástands“

í gær Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

16.11. „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

16.11. Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

16.11. Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

16.11. Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

16.11. „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

16.11. Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

15.11. Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

15.11. Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »
Meira píla