Af hverju eru stórir rassar í tísku?

Rassinn á Jennifer Lopez er stór og stæðilegur.
Rassinn á Jennifer Lopez er stór og stæðilegur. Ljósmynd/Youtube.com

Eitt sinn voru stór brjóst aðalmálið, svo tóku stórar varir við en núna eru það stórir rassar. Stórir rassar tröllríða öllu um þessar mundir en af hverju? Scott Glasberg, formaður samtaka bandarískra lýtalækna, þykist vera með svarið.

Glasberg segir að upplýsingar frá meðlimum samtakanna gefi til kynna að aðgerðir á rössum, þar sem þeir eru stækkaðir, hafi tvöfaldast frá árinu 2013 til ársins 2014. Hann segir að fólk sé farið að einblína á afturendann í auknum mæli en minna á brjóst. „Þetta er vegna samfélagsmiðlanna,“ segir Glasberg sem nefnir stjörnur eins og Kim Kardashian og Jennifer Lopez sem dæmi um konur sem komu þessum tískustraumi af stað. Þá er bæði hægt að fá fyllingar í rassinn eða láta flytja fitu frá öðrum líkamshlutum yfir á rassinn að sögn Glasberg. Kardashian-systurnar eru einmitt taldar hafa gengist undir slíkar aðgerðir, þar sem fita af magasvæðinu er flutt á rassinn.

17-70 ára gamlar konur láta breyta rassinum

Lýtalæknirinn Constantino Mendieta hefur tekið eftir svakalegri aukningu hvað varðar rassastækkanir. Fyrir tíu árum voru 10% aðgerða sem hann framkvæmdi rassastækkanir, í dag eru þær 95% af því sem hann gerir. „Ég tek á móti konum á aldursbilinu 17-70 ára. Þetta er orðið mjög vinsælt á elliheimilunum,“ sagði Mendieta og hló. Þessu var greint frá í frétt á NBC.

Lýtalæknar virðast vera sammála um það að Hollywood-stjörnur og samfélagsmiðlar hafi komið þessu æði af stað. „Fólk hefur fundið nýjan líkamspart til að breyta.“ Sömuleiðis eru læknar sammála um að fólk er orðið meðvitaðra um útlit kynfæra sinna.

Rass Khloe hef­ur tekið stakka­skipt­um

Kim Kardashian er stolf af sínum bossa.
Kim Kardashian er stolf af sínum bossa. Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál