Bjútítips Hörpu Karlsdóttur

Harpa Karlsdóttir hreyfir sig daglega.
Harpa Karlsdóttir hreyfir sig daglega. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson

Harpa Karlsdóttir listamaður og skrifstofustjóri hjá Heilsugæslunni hugsar vel um sjálfa sig. Hún hreyfir sig daglega og segir að það þýði ekki að vera með neina leti.

Hvað gerir þú til að halda þér í formi? Ég nota helst ekki bíl! Ég er með skíðamaskínu fyrir framan sjónvarpið og svo hjóla ég og fer í sund og á hestbak. Ég er háð því að hreyfa mig. 

Hvað finnst þér vera besta bjútítrix allra tíma? Bros.

Hvaða krem er í mestu uppáhaldi? Be kind age rewind-húðdroparnir.

Hvaða snyrtivöru gætir þú ekki verið án? Bleikur varalitur er möst!

Hvernig málar þú þig dagsdaglega? Ég set á mig BB-krem eða létt púður, maskara, hyljara og bleikan varalit.

Hvað finnst þér skipta mestu máli þegar heilsurækt er annars vegar? Hjá mér er heilsurækt fastur liður í daglegu lífi. Það skiptir mig máli að hafa heilsuræktina fjölbreytta og það þýðir ekki að vera með neina leti.

Hvað borðar þú á hefðbundnum degi? Ég byrja daginn á að drekka 1/2 lítra af volgu sítrónuvatni ásamt dágóðu Chlorella. Svo fæ ég mér espresso þegar ég mæti í vinnuna. Í hádeginu borða ég yfirleitt afganga frá kvöldinu áður og stöku sinnum borða ég sushi. Í kvöldmat borða ég soðna ýsu eða lax með kartöflum, indverskan kjúkling og hvalkjöt þegar í það næst ásamt fersku grænmeti.

Hvernig slakar þú best á? Ég fer snemma í rúmið með Tinnabók eða góða glæpasögu.

Hvers getur þú ekki verið án? Án gríns og svefns.

Hvað gerir þú þegar þú ert þreytt og þarft að núllstillast?​ Fer á hestana mína, þá Hödda og Óþokka, í fallegu og allskonar veðri í góðum félagsskap.

Harpa Karlsdóttir.
Harpa Karlsdóttir. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál