Lilja Pálmadóttir í jakka frá JÖR

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Haukur Ingi Guðnason, Lilja Sigurlína Pálmadóttir og …
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Haukur Ingi Guðnason, Lilja Sigurlína Pálmadóttir og Lísa Kristjánsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lilja Sigurlína Pálmadóttir, fjárfestir og eiginkona Baltasars Kormáks, hefur gengið nokkra rauða dregla síðustu vikur. Hún tók rauða dregilinn í Feneyjum með trompi og klæddist þar síðkjól frá Alexander Mcqueen og var með tösku frá sama hönnuði. Í Feneyjum var hún með veglega gulleyrnalokka frá Guðbjörgu Ingvarsdóttur í Aurum.

Þegar Everest var frumsýnd í Hollywood klæddist Lilja kjól frá Ralph Lauren sem Baltasar gaf henni í jólagjöf. Við kjólinn var hún með Alexander Mcqueen-tösku.

Báðir þessir kjólar voru bjartir og ljósir en í gær var hún svartklædd. Hún var í svörtum jakka frá JÖR og í stuttu pilsi við sem kom frá Zadig og Voltaire. Til þess að fullkomna útlitið var hún í stígvélum frá Jimmy Choo.

Baltasar Kormákur, Lilja Pálmadóttir, Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson.
Baltasar Kormákur, Lilja Pálmadóttir, Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Baltasar Kormákur, Lilja Pálmadóttir, Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson.
Baltasar Kormákur, Lilja Pálmadóttir, Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Lilja Sigurlína Pálmadóttir og Baltasar Kormákur.
Lilja Sigurlína Pálmadóttir og Baltasar Kormákur. mbl.is/AFP
Lilja Sigurlína Pálmadóttir og Baltasar Kormákur í Hollywood.
Lilja Sigurlína Pálmadóttir og Baltasar Kormákur í Hollywood. mbl.is/AFP
mbl.is