Gætu grætt 100.000 krónur á Yeezy-skónum

Skjáskot af eBay. Ásett verð fyrir þessa skó eru tæpir …
Skjáskot af eBay. Ásett verð fyrir þessa skó eru tæpir 2000 Bandaríkjadalir.

Í nótt gisti hópur fólks fyrir utan verslunina Húrra á Hverfisgötu. Ástæðan er sú að Yeezy Boost 350-skórnir eftir Kanye West fóru í sölu klukkan 11:00 í dag. Skórnir kosta 34.990 krónur er fram kemur á Facebook-síðu Húrra. Skórnir koma í mjög takmörkuðu upplagi.

„Ekki hægt að taka frá né panta. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Ekki hægt að máta,“ segir einnig á Facebook-síðu Húrra.

En af hverju er fólk tilbúið að bíða úti tímunum saman til að kaupa strigaskó? Ef til vill til að græða. Skórnir ganga nú kaupum og sölum á netinu fyrir himinháar fjárhæðir og algengt verð fyrir skóna á eBay er um 130.000 krónur. Ásett verð fyrir sum pör er meira að segja í kringum 240.000 krónur.

Þess má geta að Húrra fékk skó í stærðunum 38-46 og þá yfirleitt eitt eða tvö pör af hverri stærð.

Hönnun Kanye West er eftirsótt.
Hönnun Kanye West er eftirsótt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál