Fylgihlutir sem breyta um lit eftir aðstæðum

Bakpokinn er upprunalega svartur en breytir um lit eftir aðstæðum.
Bakpokinn er upprunalega svartur en breytir um lit eftir aðstæðum.

Breski fatahönnuðurinn Lauren Bowker er einn þeirra sem mun halda fyrirlestur á DesignTalks í Hörpu. Bowker mun á fyrirlestri sínum kynna þau verkefni sem hún hefur unnið með The Unseen-teyminu sem sérhæfir sig í aukahlutum sem breyta um lit eftir umhverfinu.

Efnafræði er Bowker hugleikin en hún líkir vísindum við galdra. Hún og The Unseen-teymið hennar vilja að hönnun þeirra bregðist við ólíkum aðstæðum á mismunandi hátt. „Sem dæmi má nefna er bakpokinn okkar byggður á 13 mismunandi formúlum sem gerir það að verkum að hann skiptir um lit. Hann bregst við vind, ljósi og skugga og hitastigi. Á meðan silkislæðan er byggð á sex formúlum og bregst við þeim sem ber hana,“ útskýrir Bowker sem gerði meðal annars rannsóknir á mannslíkamanum í undirbúningsvinnunni. Útkoman er slæða sem breytir um lit eftir því hvaða líkamshluta hún kemst í snertingu við.

Hefur áhuga á því sem ekki er sýnilegt né áþreifanlegt

Bowker hefur brennandi áhuga á eðli efna og kallar sjálfa sig alkemista. Hún kveðst þá fá innblástur úr öllum áttum en helst frá því sem ekki er áþreifanlegt né sýnilegt. Tími er líka eitthvað sem Bowker vinnur út frá en hún vonast til að hönnun hennar breytist eftir því sem árin líða. „Gripirnir sem við sköpum eiga að erfast til næstu kynslóða. Og eins og þeir bregðast við umhverfi sínu núna þá gæti litblær þeirra breyst algjörlega eftir því sem tíminn líður.“

Vörurnar sem Bowker hefur hannað ásamt The Unseen teymi sínu eru seldar í Selfridges í London. Hönnun þeirra er einnig til sýnis í söfnunum Cooper Hewitt í New York og The Museum of Fine Arts í Boston. Hún segir teymi sitt hafa metnaðarfullar hugmyndir. „Við vinnum hörðum höndum við að tryggja að hönnun okkar hafi mikil áhrif á iðnaðinn.“

Bowker mun fara yfir feril The Unseen-teymisins á fyrirlestri sínum á DesignTalks í Hörpu. Hún mun einnig gefa viðstöddum innsýn inn í það sem koma skal.

Hönnunin frá The Unseen er selt í Selfridges.
Hönnunin frá The Unseen er selt í Selfridges.
Lauren Bowker hefur brennandi áhuga á efnafræði.
Lauren Bowker hefur brennandi áhuga á efnafræði.
Mynstrið í silkislæðunni breytist í takt við notandann.
Mynstrið í silkislæðunni breytist í takt við notandann.
Lauren Bowker verður með fyrirlestur kl. 15:45 þann 10. mars …
Lauren Bowker verður með fyrirlestur kl. 15:45 þann 10. mars í Hörpu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál