Vann mynstrið út frá steinum

Mynstur eftir Helicopter.
Mynstur eftir Helicopter. Ljósmynd/ Rut Sigurðardóttir

Í tilefni af HönnunarMars mun Cintamani kynna nýja vetralínu í versluninni í Bankastræti 7. Þar gefst gestum og gangandi tækifæri til að sjá allt það nýjasta sem í boði verður næsta vetur. Línan, sem er innblásin af íslenskri náttúru, einkennist meðal annars af eftirtektaverðum mynstrum en Helga Lilja Magnúsdóttir, fatahönnuður, gerði eitt þeirra.

„Guðrún Lárusdóttir, framleiðslu og vöruþróunarstjóri Cintamani, vann einu sinni með mér hjá Nikita. Hún hefur fylgst með mér eftir að ég hætti þar og séð það sem ég hef verið að gera með merkið mitt Helicopter. Guðrún hafði samband við mig fyrir rúmu ári síðan og spurði hvort ég vildi vinna munstur fyrir Cintamani,“ segir Helga Lilja. Helga ákvað að vinna með steinamynstur líkt og hún hefur gjarnan gert í gegnum tíðina. „Steinninn heillar mig stanslaust. Steinar mynduðust fyrir mörgum hundruðum til milljónum ára og hafa hægt og bítandi þjappast saman og þroskast og tekið á sig þá mynd sem þeir eru með í dag. Litirnir eru svo óendanlegir, jafnvel í gráum steinum...þar eru litirnir alveg jafn ótrúlegir.“

Helga gerði nokkrar tillögur að mynstri og eitt varð fyrir valinu. Helga er himinlifandi með útkomuna. „Ég er búin að sjá úlpu með prentinu, hún er æðisleg! Ég hlakka mikið til að sjá afganginn.“

Opnunin er í dag á milli kl 17:00-19:00.

Nýja vetrarlínan verður kynnt í verslun Cintamani í Bankastræti.
Nýja vetrarlínan verður kynnt í verslun Cintamani í Bankastræti. Ljósmynd/ Rut Sigurðardóttir
Ljósmynd/ Rut Sigurðardóttir
Ljósmynd/ Rut Sigurðardóttir
Ljósmynd/ Rut Sigurðardóttir
Helga Lilja Magnúsdóttir gerði mynstur fyrir nýjustu línu Cintamani.
Helga Lilja Magnúsdóttir gerði mynstur fyrir nýjustu línu Cintamani. Ljósmynd/ Stephan Stephensen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál