Ertu feik eða alvöru fótboltabulla?

Hér sést munurinn á treyjunum. Treyjan lengst til vinstri er …
Hér sést munurinn á treyjunum. Treyjan lengst til vinstri er frá Aliexpress en hin er upprunaleg. Litamunur sést þó betur með berum augum en á mynd.

Miklar umræður spunnust um íslensku landsliðstreyjuna þegar hún var kynnt til leiks. Var hún flott eða ljót, vel sniðin eða illa sniðin? Leit hún út eins og ódýrt skinkubréf eða var þetta eitthvað sem vert væri að eignast?

Þegar sérfræðingar voru búnir að rökræða um ágæti treyjunnar kom upp nýtt vandamál. Það var víst ekki hægt að komast á leik nema klæðast henni og þá voru góð ráð dýr. Þeir, sem fannst of mikið að borga rúmar 11.000 krónur fyrir treyjuna, sem við skulum ekkert vera að ræða hvort er mikið eða lítið, brugðu sumir á það ráð að panta treyju á vefnum Aliexpress þar sem hægt var að fá hana fyrir slikk. 

Adam var þó ekki lengi í paradís því þegar á hólminn er komið og allir og amma þeirra eru í treyjum á sama stað á sama tíma sést að litamunur er á þeim. Hreinræktaða treyjan er fagurblá en Aliexpress-treyjan örlítið út í fjólublátt. Þeir sem eru mikið á Instagram hafa rekið augun í þetta því þar sést litamunurinn greinilega. 

Treyjan konstar 17 dollara á Aliexpress eða um 2.100 kr. Svo þarf að borga sendingarkostnað og tolla. 

Smartland Mörtu Maríu ætlar ekki að setja sig í dómarasæti og dæma hvor liturinn er betri. Það má þó alltaf spyrja sig nokkurra spurninga og þær eru: Ertu feik eða alvöru fótboltabulla? 

Svona lítur Aliexpress treyjan út.
Svona lítur Aliexpress treyjan út.
Þessi treyja er ósvikin.
Þessi treyja er ósvikin.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál