Haldið ykkur - Crocs eru komnir í tísku

Crocs skór eru komnir aftur í móð.
Crocs skór eru komnir aftur í móð. mbl.is/AFP

Crocs skór hafa löngum þótt vera ættaðir frá djöflinum sjálfum. Nú eru þeir komnir í tísku og geta allar Crocs túttur landsins glaðst innilega. 

Crocs elskandi einstaklingar hafa haldið því fram að þeir hafi aldrei á ævi sinni eignast jafn þægilega skó. Flestir hafa þó haft vit á því að fela ást og flestir hafa kosið að klæðast skónum innandyra. 

Nú er Christoper Kane búinn að frelsa allar heimsins Crocs elskandi konur því hann lét fyrirsætur sínar spranga um tískupallana á þessum umdeildu skóm (ef skó skyldi kalla). Skórnir prýddu tískupallana þegar hann sýndi sumartískuna 2017. 

Nú verður hver að dæma fyrir sig hvort þetta eru góðar fréttir eða slæmar. Og hver og einn verður líka að dæma fyrir sig hvort þessir skór eru fallegir eða forljótir. Smartland ætlar ekki að setjast í dómarasætið að þessu sinni heldu hleypa valdinu yfir til fólksins í landinu. 

Fínasta kápa frá hönnuðinum.
Fínasta kápa frá hönnuðinum. mbl.is/AFP
Frá tískusýningu Christopher Kane í Lundúnum.
Frá tískusýningu Christopher Kane í Lundúnum. mbl.is/AFP
Hér má sjá hina umdeildu Crocs skó í öllu sínu …
Hér má sjá hina umdeildu Crocs skó í öllu sínu veldi. mbl.is/AFP
Finnst ykkur Crocs passa við þessi föt?
Finnst ykkur Crocs passa við þessi föt? mbl.is/AFP
mbl.is/AFP
Breski hönnuðurinn Christopher Kane.
Breski hönnuðurinn Christopher Kane. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál