Melania Trump náði markmiði sínu

mbl.is/AFP

Kona augnabliksins er án efa Melania Trump verðandi forsetafrú Bandaríkjanna. Þótt hún hafi ýmsa fjöruna sopið tískulega séð í gegnum tíðina þá virðist hún vera búin að finna takt sem aðrar guggur eiga eftir að öfunda hana af. Hún hræðist ekki að klæðast skærum litum og er hvert dress sem hún klæðist úthugsað. Það sést langar leiðir. Hún gætir þess vel að hafa mittislínuna skýra og fötin þannig sniðin að barmurinn fái að njóta sín - hún er samt ekki of gærulega klædd (allavega ekki síðustu tvö ár). Hún er mikið með bera handleggi og það fer ekki framhjá neinum að fötin hennar eru úr dýrum og vönduðum efnum. 

Ef einhver ætlar að fara að detta í þann pytt að það sé ekki nógu fínt að gömul fyrirsæta frá Slóveníu sé orðin „first“ þá skulum við fara yfir nokkur mikilvæg atriðinu. Melania Trump náði nefnilega markmiði sínu í lífinu og þar sem fólk virðist allt of oft ráfa stefnulaust um lífið er ekki hægt annað en að taka upp hanskann fyrir henni. 

Melania Trump prýddi forsíðu Vogue 2005.
Melania Trump prýddi forsíðu Vogue 2005.

Frú Trump var ekki nema 16 ára þegar hún byrjaði að starfa sem fyrirsæta og hefur verið viðloðandi tískuheiminn síðan þá. Frá Slóveníu mætti hún til Mílanó og Parísar, eftir að hafa stundað árs nám við háskólann í Ljubliana, með eitt markmið í farteskinu og það var að eignast ríkan mann. 

Melania starfaði sem fyrirsæta.
Melania starfaði sem fyrirsæta.

Ekki fylgdi sögunni hvaða kosti verðandi eiginmaður þyrfti að hafa að geyma annað en að vera með þykkt veski. Það eina sem hún vissi var að það væri líklegra að hún myndi ná markmiði sínu ef hún væri í kjörþyngd og sæmilega þrifaleg.

Það virðist enginn blaðamaður hafa getið grafið neitt misjafnt upp um verðandi forsetafrú Bandaríkjanna annað en það að hafa setið fyrir nakin. Sem er svo sem engin frétt. Fólk hlýtur að mega láta taka af sér myndir hvernig sem því hentar svo framarlega sem myndefnið skaðar ekki aðra manneskju. 

Melania Trump í rándýrri kápu á kosningadaginn í New York.
Melania Trump í rándýrri kápu á kosningadaginn í New York. mbl.is/AFP

Árið 1996 tók Melania Knauss, sem er hennar fæðingarnafn, afdrifaríka ákvörðun þegar hún ákvað að flytja frá Evrópu yfir til Bandaríkjanna. Hún mætti til starfa í New York og hafði næg verkefni.

Hún var þó búin að búa í borginni í tvö ár þegar hún hitti eiginmann sinn í fyrsta skipti. Þau hittust í Kit Kat Club í New York. Sjónarvottar segja að hún hafi algerlega „sónað út“ þegar herra Trump bað um símanúmerið hennar og vilja sjónarvottar meina að þetta hafi verið ást við fyrstu sín. Það má svona til gamans geta að þegar þau hittust í þessu boði var hann með aðra konu upp á arminn. Hann var svo sem kannski ekki vanur að vera einn á ferð því þegar þau hittust var hann búinn að eiga tvær eiginkonur, þær Ivönu Trump (1977-1992), Mörlu Maples (1993-1999).

Árið 2004 bað hann Melaniu og árið 2005 gengu þau í hjónaband á Flórída eins og frægt er orðið. 

Það vakti athygli í fyrirsætubransanum að Melania Trump var heimakær og hugsaði mikið um að líta vel út. Paolo Zampolli, forstjóri ID Models sagði í viðtali við The New York Post árið 2005 að frú Trump hefði aldrei farið á diskótek eða bari og að hún hafi aldrei verið að hitta neina menn. Þar að segja ekki fyrr en hún hitti Donald Trump. 

„Hún fór bara í bíó eða í ræktina og var alltaf ein á ferð,“ sagði hann í viðtalinu og bætti við: „Hún var engin partí stelpa.“

Melania áður en hún og Trump hittust.
Melania áður en hún og Trump hittust.
Melania Trump og Bill Clinton í október 2016.
Melania Trump og Bill Clinton í október 2016. mbl.is/AFP
Melania Trump var bleikklædd þegar hún mætti í kappræður á …
Melania Trump var bleikklædd þegar hún mætti í kappræður á milli forsetaframbjóðenda í Washington. mbl.is/AFP
mbl.is/AFP
mbl.is/AFP
Melania Trump mætti í ermalausum kjól í kappræður á milli …
Melania Trump mætti í ermalausum kjól í kappræður á milli forsetaframbjóðanda í Las Vegas. Hún skartaði einföldum kjól og var með rándýrt veski. Takið eftir demantahálsmeninu sem hún var með. mbl.is/AFP
Þessi mynd var tekin á góðgerðarhátíð í New York í …
Þessi mynd var tekin á góðgerðarhátíð í New York í október. mbl.is/AFP
Þessi mynd var tekin í október þegar Trump opnaði nýtt …
Þessi mynd var tekin í október þegar Trump opnaði nýtt hótel í Washington. Melania Trump og dóttir hans, Tiffany Trump klipptu á borðann með honum. mbl.is/AFP
Demantshringarnir gerast ekki mikið stærri.
Demantshringarnir gerast ekki mikið stærri. mbl.is/AFP
Þessi mynd var tekin af Donald Trump Melaniu og syni …
Þessi mynd var tekin af Donald Trump Melaniu og syni þeirra Barron árið 2007. Eins og sjá má hefur forsetafrúin ekki elst neitt á níu árum. mbl.is/AFP
Melania Trump.
Melania Trump. mbl.is/AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál