Brjóstalyfting kostar um 600 þúsund

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Styrmir Kári

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð út í brjóstalyftingu án púða. 

Sæl Þórdís, 

er hægt að fara í brjóstalyftingu án þess að setja inn púða og hvað kostar það?

Kveðja, 

ein flatbrjósta

Sæl og takk fyrir spurninguna,

það er vissulega hægt að lyfta brjóstum án þess að setja púða hjá mörgum konum. Það fer allt eftir því hvað þú hefur mikinn brjóstvef fyrir og hvað þú vilt stór brjóst. Ef þú átt erfitt með að fylla í þá skálarstærð sem þú myndir vilja vera í fyrir aðgerð og húðin „krumpast“ ofan í brjóstahaldaranum þá þarftu líklega púða. Ef þau eru nægilega stór en bara „sigin“ þá er hægt að lyfta þeim án púða. Ég læt konur alltaf vita af því að þegar brjóstum er lyft án púða þá er mikil fylling efst á brjóstunum fyrst á eftir aðgerð en minnkar eftir nokkra mánuði. Ef þú vilt hafa varanlega fyllingu efst í brjóstinu þá er væntanlega betra fyrir þig að fá púða með lyftingunni.

Lyfting án púða kostar um 600 þúsund með svæfingunni.

Gangi þér vel og bestu kveðjur,

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál