110 lýtaaðgerðir til að verða kynlaus

Vinny Ohh hefur eytt formúgu í lýtalækningar til að verða …
Vinny Ohh hefur eytt formúgu í lýtalækningar til að verða kynlaus. Ljósmynd/Samsett

Vinny Ohh er snyrtifræðingur frá Los Angeles og hefur lengi verið ósáttur við eigin líkama. Lengi vel var hann ekki fyllilega með á hreinu hvernig hann vildi líta út en áttaði sig loks á því að hann vildi líkjast kynlausri geimveru.

Frá þeim tíma hefur hann undirgengist 110 lýtaaðgerðir en næstu aðgerðir á dagskrá felast í að fjarlægja geirvörtur og nafla. Þá hyggst hann láta fjarlægja kynfæri sín til þess að komast sem næst því markmiði sínu að líkjast kynlausri geimveru.

Um málið er skrifað á Daily Mail en eins og venjulega þegar fólk fellur ekki í hefðbundna flokka sjá sumir virkir á athugasemdum sig knúa til að gera athugasemdir við útlit Ohh. Honum er slétt sama og segist stoltur af því að geta ögrað umheiminum og ýtt við hugmyndum fólks um staðalímyndir. Lýtaaðgerðirnar hafa kostað sitt en Ohh hefur þegar eytt um 5 milljónum í aðgerðir og töluverð útgjöld bíða. Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér virðist Vinny hafa náð nokkrum árangri í að líkjast geimveru, þ.e.a.s. eins og þær birtast í bíómyndum samtímans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál