Dragðu rétta augnlínu

mbl.is/Thinkstockphotos

Margar konur nota augnblýanta án þess að vita hvers konar lína fer þeim best. Það fer eftir augnlöguninni hvernig augnlínu á að draga. Það er ekki vænlegt draga bara sömu línu og aðrir gera. Byrdie fór yfir nokkrar gerðir af augnlögun og hvað fer þeim best.

Möndlulaga augu

Ef augun þín eru möndlulaga kemstu upp með nánast hvað sem er. Förðunarfræðingur Byrdie mælir þó með klassískri kisumálningu.

Augu sem liggja djúpt 

Með slík augu er ekki mælt með því að setja neitt of dökkt og þungt á augun. Í þessu tilviki er gott að nota blautan penna. Gott er að byrja að draga línu frá miðju auga í átt frá nefinu, línan á að enda rétt eftir að augnlokin enda.

Skásett augu

Með þessa augngerð má leika sér aðeins, það er fallegt að draga línuna langt út, jafnvel eins langt og augabrúnirnar ná. Vegna þess það sést lítið í augnlokið má hafa línuna eins þykka og mann langar.

Stór augu

Þeir sem eru með stór og kringlótt augu geta stækkað augun með því að setja þykka línu á augnlokin. Gott er að hafa hana alltaf jafnþykka og láta hana enda þar sem augun enda.

Augu sem beinast niður

Það þarf að draga augun upp og til hliðar hjá þeim með þessa augngerð. Línan er dregin út til hliðanna og það má ýkja hana og þykkja vel á endanum.

Lítið bil að bili augna

Þegar stutt er á milli augnanna er mikilvægt að halda þeim helmingi augnlokanna, sem er nær nefinu, hreinum, það skapar meira rými fyrir augun. Dragðu þunna línu og notaðu frekar mikinn maskara.

Langt bil á milli augna

Það er hægt að minnka bilið með því að draga dökka línu á augnlokin en einnig undir augun. Ekki margar augngerðir komast upp með þessa málningu.

mbl.is/thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál