Ertu með skalla-genin?

Margir karlmenn óttast hármissi.
Margir karlmenn óttast hármissi. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er martröð margra karlmanna að sjá hárið þynnast og kollvikin hækka. Það eru til ýmsar kenningar um það hvað ráði för þegar kemur að hárþykkt.

Telegraph greinir frá því að ný rannsókn sem Háskólinn í Bonn gerði hafi leitt það i ljós að lágvaxnir karlmenn eru í meiri hættu að verða sköllóttir. Rannsóknin þykir þó umdeild enda er lítið mál að finna þekkta lágvaxna karlmenn með fallegt hár, til að mynda Tom Cruise og Dustin Hoffman. Mögulega fara þeir þó í hárígræðslu. 

Tom Cruise.
Tom Cruise. mbl.is/AFP

Önnur fræg getgáta um skallagen er sú að það sé líklegt að menn hafi sams konar hárvöxt og móðurafi þeirra. Hins vegar hafa rannsóknir líka sýnt það að þeir karlmenn sem eiga sköllótta feður eru líklegri til þess að verða sköllóttir sjálfir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál